Fjallamennskunemar farnir í fyrstu ferð

29.ágú.2017

Fjallamennskunemar að leggja af stað í fyrstu ferð ásamt kennurum sínum.

Núna í haust eru sjö nemendur skráðir í fjallamennskunám í FAS sem er mikið gleðiefni fyrir skólann. Námið byggist einkum upp á ferðum undir leiðsögn. Á báðum önnum munu nemendurnir fara í alls tólf ferðir þar sem ýmis konar áskoranir bíða sem og verkefni sem þarf að leysa. Auk þess fara nemendur í ferðir á eigin vegum, læra um skipulag ferða og hópstjórn, veðurfræði og jöklafræði í fjarnámi. Hluti nemendanna er þar að auki í stúdentsnámi á kjörnámsbraut í FAS.
Í morgun var komið að fyrstu ferðinni. Það er þriggja daga ferð þar sem farið er um fjalllendi á svæðinu. Nemendur munu gista í tjöldum og læra ýmis undirstöðuatriði í fjallamennsku. Auk nemendanna fóru með í ferðina Hulda Laxdal sem heldur utan um fjallamennskunámið í FAS, Ástvaldur Helgi Gylfason og Sigurður Ragnarsson kennarar á brautinni. Við vonum að ferðin gangi sem best.
Hægt er að fylgjast með hópnum á fésbókarsíðu fjallamennskunámsis en þar verða settar inn myndir þegar færi gefst.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...