Fjallamennskunemar farnir í fyrstu ferð

29.ágú.2017

Fjallamennskunemar að leggja af stað í fyrstu ferð ásamt kennurum sínum.

Núna í haust eru sjö nemendur skráðir í fjallamennskunám í FAS sem er mikið gleðiefni fyrir skólann. Námið byggist einkum upp á ferðum undir leiðsögn. Á báðum önnum munu nemendurnir fara í alls tólf ferðir þar sem ýmis konar áskoranir bíða sem og verkefni sem þarf að leysa. Auk þess fara nemendur í ferðir á eigin vegum, læra um skipulag ferða og hópstjórn, veðurfræði og jöklafræði í fjarnámi. Hluti nemendanna er þar að auki í stúdentsnámi á kjörnámsbraut í FAS.
Í morgun var komið að fyrstu ferðinni. Það er þriggja daga ferð þar sem farið er um fjalllendi á svæðinu. Nemendur munu gista í tjöldum og læra ýmis undirstöðuatriði í fjallamennsku. Auk nemendanna fóru með í ferðina Hulda Laxdal sem heldur utan um fjallamennskunámið í FAS, Ástvaldur Helgi Gylfason og Sigurður Ragnarsson kennarar á brautinni. Við vonum að ferðin gangi sem best.
Hægt er að fylgjast með hópnum á fésbókarsíðu fjallamennskunámsis en þar verða settar inn myndir þegar færi gefst.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...