Fjallamennskunemar farnir í fyrstu ferð

29.ágú.2017

Fjallamennskunemar að leggja af stað í fyrstu ferð ásamt kennurum sínum.

Núna í haust eru sjö nemendur skráðir í fjallamennskunám í FAS sem er mikið gleðiefni fyrir skólann. Námið byggist einkum upp á ferðum undir leiðsögn. Á báðum önnum munu nemendurnir fara í alls tólf ferðir þar sem ýmis konar áskoranir bíða sem og verkefni sem þarf að leysa. Auk þess fara nemendur í ferðir á eigin vegum, læra um skipulag ferða og hópstjórn, veðurfræði og jöklafræði í fjarnámi. Hluti nemendanna er þar að auki í stúdentsnámi á kjörnámsbraut í FAS.
Í morgun var komið að fyrstu ferðinni. Það er þriggja daga ferð þar sem farið er um fjalllendi á svæðinu. Nemendur munu gista í tjöldum og læra ýmis undirstöðuatriði í fjallamennsku. Auk nemendanna fóru með í ferðina Hulda Laxdal sem heldur utan um fjallamennskunámið í FAS, Ástvaldur Helgi Gylfason og Sigurður Ragnarsson kennarar á brautinni. Við vonum að ferðin gangi sem best.
Hægt er að fylgjast með hópnum á fésbókarsíðu fjallamennskunámsis en þar verða settar inn myndir þegar færi gefst.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...