Fjallamennskunemar farnir í fyrstu ferð

29.ágú.2017

Fjallamennskunemar að leggja af stað í fyrstu ferð ásamt kennurum sínum.

Núna í haust eru sjö nemendur skráðir í fjallamennskunám í FAS sem er mikið gleðiefni fyrir skólann. Námið byggist einkum upp á ferðum undir leiðsögn. Á báðum önnum munu nemendurnir fara í alls tólf ferðir þar sem ýmis konar áskoranir bíða sem og verkefni sem þarf að leysa. Auk þess fara nemendur í ferðir á eigin vegum, læra um skipulag ferða og hópstjórn, veðurfræði og jöklafræði í fjarnámi. Hluti nemendanna er þar að auki í stúdentsnámi á kjörnámsbraut í FAS.
Í morgun var komið að fyrstu ferðinni. Það er þriggja daga ferð þar sem farið er um fjalllendi á svæðinu. Nemendur munu gista í tjöldum og læra ýmis undirstöðuatriði í fjallamennsku. Auk nemendanna fóru með í ferðina Hulda Laxdal sem heldur utan um fjallamennskunámið í FAS, Ástvaldur Helgi Gylfason og Sigurður Ragnarsson kennarar á brautinni. Við vonum að ferðin gangi sem best.
Hægt er að fylgjast með hópnum á fésbókarsíðu fjallamennskunámsis en þar verða settar inn myndir þegar færi gefst.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...