Nýnemadagur í FAS

22.ágú.2017

Nestispása í gönguferðinni í dag.

Dagurinn í dag er tileinkaður nýnemum í FAS og af því tilefni gekk stór hópur nemenda og starfsfólks fyrir Horn. Það er varla hægt að hugsa sér betri skilyrði til gönguferðar því sólin skín glatt í dag og vindur er hægur.

Rúta skutlaði hópnum að Horni þar sem lagt var af stað. Á leiðinni ber margt fyrir augu og Zophonías göngustjóri staldraði víða til að benda fólki á merkilega staði eða til að segja frá sögu svæðisins en á þessari gönguleið má segja að sagan sé á hverju strái. Að sjálfsögðu var stoppað nokkrum sinnum til að næra sig og einnig var brugðið á leik.

Að gönguferð lokinni mynduðu eldri nemendur og starfsfólk skjaldborg um nýnema og buðu þá á þann hátt velkomna í skólann. Á fésbókarsíðu skólans má sjá myndir úr ferðinni.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...