Nýnemadagur í FAS

22.ágú.2017

Nestispása í gönguferðinni í dag.

Dagurinn í dag er tileinkaður nýnemum í FAS og af því tilefni gekk stór hópur nemenda og starfsfólks fyrir Horn. Það er varla hægt að hugsa sér betri skilyrði til gönguferðar því sólin skín glatt í dag og vindur er hægur.

Rúta skutlaði hópnum að Horni þar sem lagt var af stað. Á leiðinni ber margt fyrir augu og Zophonías göngustjóri staldraði víða til að benda fólki á merkilega staði eða til að segja frá sögu svæðisins en á þessari gönguleið má segja að sagan sé á hverju strái. Að sjálfsögðu var stoppað nokkrum sinnum til að næra sig og einnig var brugðið á leik.

Að gönguferð lokinni mynduðu eldri nemendur og starfsfólk skjaldborg um nýnema og buðu þá á þann hátt velkomna í skólann. Á fésbókarsíðu skólans má sjá myndir úr ferðinni.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...