Nýnemadagur í FAS

22.ágú.2017

Nestispása í gönguferðinni í dag.

Dagurinn í dag er tileinkaður nýnemum í FAS og af því tilefni gekk stór hópur nemenda og starfsfólks fyrir Horn. Það er varla hægt að hugsa sér betri skilyrði til gönguferðar því sólin skín glatt í dag og vindur er hægur.

Rúta skutlaði hópnum að Horni þar sem lagt var af stað. Á leiðinni ber margt fyrir augu og Zophonías göngustjóri staldraði víða til að benda fólki á merkilega staði eða til að segja frá sögu svæðisins en á þessari gönguleið má segja að sagan sé á hverju strái. Að sjálfsögðu var stoppað nokkrum sinnum til að næra sig og einnig var brugðið á leik.

Að gönguferð lokinni mynduðu eldri nemendur og starfsfólk skjaldborg um nýnema og buðu þá á þann hátt velkomna í skólann. Á fésbókarsíðu skólans má sjá myndir úr ferðinni.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...