Félagslífið í FAS

08.sep.2017

Útivist á góðum degi.

Í FAS er félagslífið smám saman að komast á skrið eftir sumarið. Sex klúbbar eru starfræktir á önninni, en það eru: málfundafélagið, viðburðaklúbbur, útivistar – og veiðiklúbbur, kvikmyndaklúbbur, ljósmyndaklúbbur og lyftingaklúbbur. Margir af klúbbunum hafa verið fastir liðir í skólastarfinu í gegnum árin, en nemendum gefst alltaf tækifæri á að stofna sinn eigin klúbb eftir áhuga. Nemendaráð samanstendur síðan af sex formönnum klúbbanna, ásamt forsetum nemendafélagsins.

Það helsta sem hefur verið á döfinni fram af þessu er hið árlega Gettu betur forpróf, sem ákvarðar þá sem keppa fyrir hönd skólans. Einnig hefur mælsku og rökræðukepnni MORFÍs verið kynnt auk þess sem starf klúbbanna á önninni hefur verið mótað.

Fyrsti viðburður nemendaráðsins mun svo líta dagsins ljós í næstu viku, þar sem grillveisla og brenna verður haldin fyrir nemendur skólans. Við viljum hvetja alla til að taka þátt í félagslífinu því án þátttöku verður ekkert félagslíf.

Arndís Ósk og Sóley Lóa, forsetar í FAS

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...