Office 365 fyrir nemendur FAS

06.sep.2017

Nú er kominn í gagnið aðgangur nemenda að Office 365 hjá Microsoft þar sem að nemendur hafa meðal annars aðgang að helstu forritum sem þeir þurfa að nota s.s. exel, word og power point. Aðgangurinn er nemendum að kostnaðarlausu.
Á heimasíðu FAS er að finna leiðbeiningar um það hvernig nemendur geta nálgast aðganginn. Við hvetjum nemendur til að nýta sér þessa þjónustu og vista gögnin sín á öruggum stað en fátt er leiðinlegra en þegar tölvur hrynja og ekki er til afrit af gögnum.

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...