Styrkur til þróunar náms

01.sep.2017

 

Eyjólfur skólameistari og Hulda Laxdal verkefnastjóri ásamt Ágústi Hirti Ingþórssyni forstöðumanni Erasmus + á Íslandi.

Miðvikudaginn 30. ágúst var skrifað undir samning um styrkveitingu til að þróa nám í afþreyingarferðaþjónustu. Styrkurinn er undir merkjum menntaáætlunar Evrópusambandsins, Erasmus + og er til þriggja ára.  Styrkupphæð er um 45 milljónir og er þetta hæsti styrkur sem var veittur á vegum menntaáætlunarinnar í ár á Íslandi.
Samstarfslöndin eru Ísland, Skotland og Finnland. Auk FAS koma Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og Ríki Vatnajökuls að verkefninu af Íslands hálfu. Í Finnlandi og Skotlandi koma samtök fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu, skólar og rannsóknastofnanir að verkefninu.
Það er FAS sem að hefur yfirumsjón með verkefninu en því er ætlað að efla menntun í afþreyingarferðaþjónustu og gera skólana betur í stakk búna til að sinna þörfum fyrirtækja og um leið að efla rannsóknir á menntun í ferðaþjónustu.
Við erum að vonum afar ánægð og vonumst til að verkefnið styrki og efli ferðaþjónustu enn frekar.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...