Skólastarf í FAS að hefjast

18.ágú.2017

Skólasetning í FAS

Í morgun hófst starf haustannar formlega þegar skólinn var settur. Í upphafi var farið yfir helstu viðburði annarinnar en í kjölfarið hittu nemendur umsjónarkennara sína til að fá stundatöflu og nánari upplýsingar um námið.

Nú standa yfir breytingar á stafrænu vinnuumhverfi nemenda og kennara. Verið er að taka upp Microsoft 365 kerfi þar sem m.a. er að finna helstu forrit sem nemendur þurfa að nota.

Kristín Vala Þrastardóttir sem starfar hjá Nýheimum Þekkingarsetri mun í vetur vera nemendafélagi FAS innan handar um skipulagningu og framkvæmd félagslífs nemenda.

Það var góð stemming í skólanum í dag og nemendur sem og starfsfólk greinilega tilbúið að takast á við verkefni annarinnar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21. ágúst.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...