Skólastarf í FAS að hefjast

18.ágú.2017

Skólasetning í FAS

Í morgun hófst starf haustannar formlega þegar skólinn var settur. Í upphafi var farið yfir helstu viðburði annarinnar en í kjölfarið hittu nemendur umsjónarkennara sína til að fá stundatöflu og nánari upplýsingar um námið.

Nú standa yfir breytingar á stafrænu vinnuumhverfi nemenda og kennara. Verið er að taka upp Microsoft 365 kerfi þar sem m.a. er að finna helstu forrit sem nemendur þurfa að nota.

Kristín Vala Þrastardóttir sem starfar hjá Nýheimum Þekkingarsetri mun í vetur vera nemendafélagi FAS innan handar um skipulagningu og framkvæmd félagslífs nemenda.

Það var góð stemming í skólanum í dag og nemendur sem og starfsfólk greinilega tilbúið að takast á við verkefni annarinnar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21. ágúst.

Aðrar fréttir

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...