Skólastarf í FAS að hefjast

18.ágú.2017

Skólasetning í FAS

Í morgun hófst starf haustannar formlega þegar skólinn var settur. Í upphafi var farið yfir helstu viðburði annarinnar en í kjölfarið hittu nemendur umsjónarkennara sína til að fá stundatöflu og nánari upplýsingar um námið.

Nú standa yfir breytingar á stafrænu vinnuumhverfi nemenda og kennara. Verið er að taka upp Microsoft 365 kerfi þar sem m.a. er að finna helstu forrit sem nemendur þurfa að nota.

Kristín Vala Þrastardóttir sem starfar hjá Nýheimum Þekkingarsetri mun í vetur vera nemendafélagi FAS innan handar um skipulagningu og framkvæmd félagslífs nemenda.

Það var góð stemming í skólanum í dag og nemendur sem og starfsfólk greinilega tilbúið að takast á við verkefni annarinnar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21. ágúst.

Aðrar fréttir

Nóg að gera í lok annar

Nóg að gera í lok annar

Nú er upp runnin síðasta heila kennsluvika annarinnar og mikið um að vera. Nemendur eru í óða önn að leggja lokahönd á vinnu sína í skólanum. Á miðvikudag munu nemendur í áfanganum Hönnun og nýsköpun kynna Graffíl listahátíð sem þau eru að vinna að ásamt fleiri...

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Hájöklaferð í fjallamennskunáminu

Áfanginn hájöklaferðamennska í grunnnámi fjallamennskubrautarinnar fór fram dagana 26. apríl til 1. maí á Öræfajökli. Ákveðið var að fara aðeins aðra leið en hefur verið farin undanfarin ár og lagt af stað upp Svínafellið vestanvert, gengið upp í gegnum Skörð og þaðan...

Landvarðanám FAS

Landvarðanám FAS

Í byrjun apríl lauk áfanga í landvörslu FAS í blíðskaparveðri í Skaftafelli. Landvarðanámskeið hefur lengi verið námskeið sem skólastjórnendum í FAS hefur langað til að bæta við námsbrautirnar í fjallamennsku en það tókst síðasta haust og nú hefur FAS leyfi til að...