Skólastarf í FAS að hefjast

18.ágú.2017

Skólasetning í FAS

Í morgun hófst starf haustannar formlega þegar skólinn var settur. Í upphafi var farið yfir helstu viðburði annarinnar en í kjölfarið hittu nemendur umsjónarkennara sína til að fá stundatöflu og nánari upplýsingar um námið.

Nú standa yfir breytingar á stafrænu vinnuumhverfi nemenda og kennara. Verið er að taka upp Microsoft 365 kerfi þar sem m.a. er að finna helstu forrit sem nemendur þurfa að nota.

Kristín Vala Þrastardóttir sem starfar hjá Nýheimum Þekkingarsetri mun í vetur vera nemendafélagi FAS innan handar um skipulagningu og framkvæmd félagslífs nemenda.

Það var góð stemming í skólanum í dag og nemendur sem og starfsfólk greinilega tilbúið að takast á við verkefni annarinnar. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 21. ágúst.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...