Síðasta kennsluvika annarinnar

Áfram flýgur tíminn og nú er komin síðasta kennsluvika annarinnar. Það er því í mörg horn að líta bæði hjá nemendum og kennurum. Þessa vikuna standa yfir munnleg próf í erlendum tungumálum og stærðfræði. Tímasetningar þeirra prófa eru í samráði við kennara. Þá eru...

Jarðfræðikort frá ÍSOR

Í dag barst skólanum góð gjöf en það er nýútkomið berggrunnskort af Íslandi. Það er fyrirtækið ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir sem gefur kortið. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og sinnir rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og...

Evrópskt menntanet

Fulltrúar sjö skóla Fjarmenntaskólans voru dagana 9.-13. nóvember á ráðstefnu í Zagreb um menntun og upplýsingamiðlun.  Ráðstefnan var tíunda ársráðstefna ecoMedia sem eru samtök 5000 skóla víðsvegar um Evrópu.  Fjarmenntaskólanum var boðið að taka sæti í stjórn...

FAS fær evrópsk gæðaverðlaun

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu hefur hlotið evrópskt gæðamerki fyrir framúrskarandi árangur í samstarfsverkefni með ungverskum framhaldsskóla.  Verkefnið nefnist Living in a Changing Globe og snerist um loftslagsbreytingar.  Það hófst haustið 2013 og lauk...

Allir kátir í Wrocław

Heldur var nú "Health" hópurinn orðinn lúinn þegar hann kom til Wroclaw undir morgun síðasta mánudag. Lagt var af stað til Keflavíkur fyrir hádegi á sunnudag og tók það ríflega 18 klukkustundir að ná áfangastað. Á flugvellinum í Berlín var ein ferðataskan tekin í...

Á leið til Póllands

Á morgun halda þátttakendur í verkefninu "Your Health is your Wealth" af stað áleiðis til Póllands. Fyrsti áfangastaðurinn er Reykjavík. Leiðin liggur áfram á sunnudag áleiðis til borgarinnar Wroclaw en þar er samstarfsskólinn. Hópsins bíður langt og strangt ferðalag....

Fréttir