Í dag barst skólanum góð gjöf en það er nýútkomið berggrunnskort af Íslandi. Það er fyrirtækið ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir sem gefur kortið. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og sinnir rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og kennslu á sviði jarðvarma, grunnvatns og kolefna í jörðu.
ÍSOR gefur nú framhaldsskólum og háskólum sem sinna náttúrufræðikennslu kortið í tilefni þess að nú eru 70 ár síðan skipulagðar jarðhitarannsóknir hófust hér á landi. Kortið er unnið í samræmi við nýjar alþjóðlegar skilgreiningar á skiptingu jarðsöguskeiða sem gengu í gildi 2012.
FAS þakkar ÍSOR góða og gagnlega gjöf sem mun verða nýtt í náttúrufræðikennslu í skólanum.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...