Jarðfræðikort frá ÍSOR

26.nóv.2015

isor

Eyjólfur og Hjördís með kortið góða frá ÍSOR.

Í dag barst skólanum góð gjöf en það er nýútkomið berggrunnskort af Íslandi. Það er fyrirtækið ÍSOR, Íslenskar orkurannsóknir sem gefur kortið. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og sinnir rannsóknum, ráðgjöf, þjónustu og kennslu á sviði jarðvarma, grunnvatns og kolefna í jörðu.
ÍSOR gefur nú framhaldsskólum og háskólum sem sinna náttúrufræðikennslu kortið í tilefni þess að nú eru 70 ár síðan skipulagðar jarðhitarannsóknir hófust hér á landi. Kortið er unnið í samræmi við nýjar alþjóðlegar skilgreiningar á skiptingu jarðsöguskeiða sem gengu í gildi 2012.
FAS þakkar ÍSOR góða og gagnlega gjöf sem mun verða nýtt í náttúrufræðikennslu í skólanum.

Aðrar fréttir

Útskriftarefni dimmitera

Útskriftarefni dimmitera

Það má segja að allt hafi verið á hvolfi í FAS í morgun. Ástæðan er sú að væntanleg útskriftarefni ákváðu að breyta hefðbundinni uppröðun í rýmum skólans og laga þar aðeins til. Þar var hugmyndflugið látið ráða og ekki verið að velta mikið hönnun innandyra fyrir sér....

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS fer fram laugardaginn 25. maí í Nýheimum. Athöfnin hefst að þessu sinni klukkan 12:30. Það verða útskrifaðir stúdentar og einnig nemendur úr fjallamennskunámi FAS. Allir eru velkomnir á meðan að húsrúm leyfir og við vonumst til að sjá sem...

Nýtt nemendaráð kynnt

Nýtt nemendaráð kynnt

Það er heldur betur farið að styttast í yfirstandandi skólaári og þá er ekki seinna að vænna en að fara að huga að næsta skólaári. Undanfarin ár hefur nemendaráð verið kynnt í lok skólaárs. Að þessu sinni kom eitt framboð og það því sjálfkjörið. Það eru þær Helga...