FAS fær evrópsk gæðaverðlaun

11.nóv.2015

55

Globe hópurinn í Unverjalandi haustið 2013

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu hefur hlotið evrópskt gæðamerki fyrir framúrskarandi árangur í samstarfsverkefni með ungverskum framhaldsskóla.  Verkefnið nefnist Living in a Changing Globe og snerist um loftslagsbreytingar.  Það hófst haustið 2013 og lauk formlega nú í haust.  Þetta er mesta viðurkenning sem hægt er að fá fyrir rafræn verkefni af þessu tagi og því mikið gleðiefni fyrir skólann. Skólinn hefur nú leyfi til að hafa evrópska gæðamerkið á heimasíðu sinni og fær að auki umfjöllun á heimasíðu eTwinning.

FAS hefur tekið þátt í fjölmörgum erlendum samstarfsverkefnum undanfarin ár.  Flest eru svokölluð eTwinning verkefni en eTwinning er evrópskt tengslanet þar sem skólafólk á öllum skólastigum getur fundið sér samstarfsaðila á ýmsum sviðum. Verkefnin eru bæði rafræn en geta einnig falist í nemendaskiptum milli landa.  Það er Rannís sem hefur umsjón með eTwinning hér á landi.

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...