Á leið til Póllands

30.okt.2015

healthÁ morgun halda þátttakendur í verkefninu „Your Health is your Wealth“ af stað áleiðis til Póllands. Fyrsti áfangastaðurinn er Reykjavík. Leiðin liggur áfram á sunnudag áleiðis til borgarinnar Wroclaw en þar er samstarfsskólinn.

Hópsins bíður langt og strangt ferðalag. Á sunnudag verður flogið til Berlínar. Þar þarf hópurinn að bíða í nokkrar klukkustundir en heldur síðan áfram förinni með rútu og ætti að vera kominn á áfangastað undir morgun næsta mánudag. Ytra verður fengist við margvísleg verkefni, bæði í leik og starfi.

Á meðan á ferðalaginu stendur er ætlunin að halda úti dagbók og munum við reyna að uppfæra hana eins oft og við getum. Nánar má sjá um verkefnið og ferðir hópsins á http://health.fas.is

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...