Á morgun halda þátttakendur í verkefninu „Your Health is your Wealth“ af stað áleiðis til Póllands. Fyrsti áfangastaðurinn er Reykjavík. Leiðin liggur áfram á sunnudag áleiðis til borgarinnar Wroclaw en þar er samstarfsskólinn.
Hópsins bíður langt og strangt ferðalag. Á sunnudag verður flogið til Berlínar. Þar þarf hópurinn að bíða í nokkrar klukkustundir en heldur síðan áfram förinni með rútu og ætti að vera kominn á áfangastað undir morgun næsta mánudag. Ytra verður fengist við margvísleg verkefni, bæði í leik og starfi.
Á meðan á ferðalaginu stendur er ætlunin að halda úti dagbók og munum við reyna að uppfæra hana eins oft og við getum. Nánar má sjá um verkefnið og ferðir hópsins á http://health.fas.is