Á leið til Póllands

30.okt.2015

healthÁ morgun halda þátttakendur í verkefninu „Your Health is your Wealth“ af stað áleiðis til Póllands. Fyrsti áfangastaðurinn er Reykjavík. Leiðin liggur áfram á sunnudag áleiðis til borgarinnar Wroclaw en þar er samstarfsskólinn.

Hópsins bíður langt og strangt ferðalag. Á sunnudag verður flogið til Berlínar. Þar þarf hópurinn að bíða í nokkrar klukkustundir en heldur síðan áfram förinni með rútu og ætti að vera kominn á áfangastað undir morgun næsta mánudag. Ytra verður fengist við margvísleg verkefni, bæði í leik og starfi.

Á meðan á ferðalaginu stendur er ætlunin að halda úti dagbók og munum við reyna að uppfæra hana eins oft og við getum. Nánar má sjá um verkefnið og ferðir hópsins á http://health.fas.is

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...