Á leið til Póllands

30.okt.2015

healthÁ morgun halda þátttakendur í verkefninu „Your Health is your Wealth“ af stað áleiðis til Póllands. Fyrsti áfangastaðurinn er Reykjavík. Leiðin liggur áfram á sunnudag áleiðis til borgarinnar Wroclaw en þar er samstarfsskólinn.

Hópsins bíður langt og strangt ferðalag. Á sunnudag verður flogið til Berlínar. Þar þarf hópurinn að bíða í nokkrar klukkustundir en heldur síðan áfram förinni með rútu og ætti að vera kominn á áfangastað undir morgun næsta mánudag. Ytra verður fengist við margvísleg verkefni, bæði í leik og starfi.

Á meðan á ferðalaginu stendur er ætlunin að halda úti dagbók og munum við reyna að uppfæra hana eins oft og við getum. Nánar má sjá um verkefnið og ferðir hópsins á http://health.fas.is

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...