Áfram flýgur tíminn og nú er komin síðasta kennsluvika annarinnar. Það er því í mörg horn að líta bæði hjá nemendum og kennurum.
Þessa vikuna standa yfir munnleg próf í erlendum tungumálum og stærðfræði. Tímasetningar þeirra prófa eru í samráði við kennara. Þá eru nokkrir áfangar þar sem nemendur taka ekki próf en þurfa að skila stærri verkefnum.
Á morgun miðvikudag eru nokkrar slíkar kynningar. Þá munu nemendur í verkefnaáfanga og stjórnmálafræði vera með opinber skil í fyrirlestrasal Nýheima. Kynningarnar hefjast klukkan 9:05 og eru allir velkomnir til að koma og kynna sér áhugaverð verkefni. Klukkan hálf tíu verður hlé á kynningunum og þá munu nemendur í ERLE2ER05 vera með stutta kynningu á FAS sem heilsuskóla.
Í næstu viku hefjast svo skrifleg próf samkvæmt próftöflu.
Landvarðanám í FAS
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...