Allir kátir í Wrocław

04.nóv.2015

wroclaw_nov15

Health hópurinn á turni Wrocławski háskólans í Wrocław.

Heldur var nú „Health“ hópurinn orðinn lúinn þegar hann kom til Wroclaw undir morgun síðasta mánudag. Lagt var af stað til Keflavíkur fyrir hádegi á sunnudag og tók það ríflega 18 klukkustundir að ná áfangastað. Á flugvellinum í Berlín var ein ferðataskan tekin í misgripum og var það heilmikið vesen að endurheimta töskuna. Hún var þó komin til eigandans hér í Wroclaw um sólarhring síðar. Sá sem tók töskuna í misgripum mátti keyra um 1000 kílómetra til að koma töskunni til skila og nálgast sinn farangur. Það er nú eins gott að skoða vel hvort að farangurinn sé réttur.
Hér er nóg að gera. Strax á mánudag héldu íslensku krakkarnir kynningarnar sínar og tókst það ljómandi vel. Eftir kynningarnar var farið í Sky tower sem er hæsta bygging í Póllandi og svo síðar í heimsókn í ráðhús borgarinnar. Í gær, þriðjudag lærðu nemendur pólskan þjóðdans, fóru í heimsókn í háskóla (Uniwersytet Wrocławski) og röltu um miðbæinn með leiðsögn þar sem við fræddumst heilmikið svo eitthvað sé nefnt.
Í dag miðvikudag var svo vinnudagur í skólanum þar sem var m.a. skyndihjálparnámskeið, verkefnavinna og körfuboltaleikur. Á morgun er svo dagsferð í Góry Stołowe þjóðgarðinn.
Nánar má lesa um ferðir hópsins á http://health.fas.is/ en við reynum að uppfæra síðuna reglulega.

Aðrar fréttir

Landvarðanám í FAS

Landvarðanám í FAS

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) býður upp á nám í landvörslu á vorönn 2025 og hljóta þau sem standast áfangann réttindi í landvörslu. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir. FAS fékk hefur leyfi Umhverfisstofnunar til að kenna þennan áfanga. Námið byggir...

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...