Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu.
Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og þar verður unnið með hljóðupptöku og hljóðblöndun. Annað námskeiðið er í byrjun október og þar er verið að vinna í FABLAB. Á þriðja námskeiðinu er verið að vinna með málun, teiknun, ljósmyndun og Photoshop og verður það námskeið seinni hluta október. Síðasta námskeiðið snýr að förðun og verður líklega seinni partinn í október eða byrjun nóvember. Leiðbeinandi á því námskeiði verður Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Nánar má lesa um námskeiðin í meðfylgjandi auglýsingu og í síðasta tölublaði Eystrahorns.
Þeir sem hafa hug á því að sækja eitt eða fleiri af þessum námskeiðum þurfa að skrá sig og það er gert á vef FAS. Skráningargjald er 6000 krónur og viljum við vekja sérstaka athygli á því að upphæðin er sú sama hvort sem tekið er eitt námskeið eða fleiri.
Við hvetjum fólk sem langar til að fást við áhugamál sín eða kljást við eitthvað nýtt að skrá sig.
Til Svíþjóðar í boði Erasmus
FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...