Spennandi námskeið í FAS

17.sep.2020

Nú eru að fara af stað spennandi námskeið í FAS. Þetta eru námskeið sem nemendur á lista- og menningarsviði þurfa að taka í sínu námi. Námskeiðin eru jafnframt opin almenningi og eru ýmist í FAS eða Vöruhúsinu.
Fyrsta námskeiðið verður síðustu helgina í september og þar verður unnið með hljóðupptöku og hljóðblöndun. Annað námskeiðið er í byrjun október og þar er verið að vinna í FABLAB. Á þriðja námskeiðinu er verið að vinna með málun, teiknun, ljósmyndun og Photoshop og verður það námskeið seinni hluta október. Síðasta námskeiðið snýr að förðun og verður líklega seinni partinn í október eða byrjun nóvember. Leiðbeinandi á því námskeiði verður Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Nánar má lesa um námskeiðin í meðfylgjandi auglýsingu og í síðasta tölublaði Eystrahorns.
Þeir sem hafa hug á því að sækja eitt eða fleiri af þessum námskeiðum þurfa að skrá sig og það er gert á vef FAS. Skráningargjald er 6000 krónur og viljum við vekja sérstaka athygli á því að upphæðin er sú sama hvort sem tekið er eitt námskeið eða fleiri.
Við hvetjum fólk sem langar til að fást við áhugamál sín eða kljást við eitthvað nýtt að skrá sig.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...