Grímunotkun í FAS

22.sep.2020

Nú hefur komið upp smit á Höfn og við ætlum að bregðast við því í FAS með því að nota grímur í skólanum. Nemendur og starfsfólk fær afhentar grímur þegar þau mæta í skólann á morgun og verða að bera þær á meðan verið er í skólanum. Þar sem mælt er með að einnota grímur séu einungis notaðar í fjóra tíma fá allir nýjar grímur í hádeginu. Notuðum grímum á að henda í almennt rusl og mikilvægt er að þvo og sótthreinsa hendur áður en nýjar grímur eru settar upp.
Allir eiga að nota aðalinnganginn, Nettómegin. Þá viljum við hvetja alla til að forðast óþarfa umgang og lágmarka neyslu á mat og drykk.
Í einhverjum áföngum verður tekin upp fjarkennsla og fá nemendur upplýsingar um það frá viðkomandi kennurum.
Okkur í FAS finnst mikilvægt að hægt sé að halda úti sem eðlilegustu skólastarfi og því hvetjum við alla til að fara að reglum og huga að eigin sóttvörnum. Ef við pössum okkur öll eru líkur á að þetta ástand vari stutt.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig nota skal grímur rétt.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...