Grímunotkun í FAS

22.sep.2020

Nú hefur komið upp smit á Höfn og við ætlum að bregðast við því í FAS með því að nota grímur í skólanum. Nemendur og starfsfólk fær afhentar grímur þegar þau mæta í skólann á morgun og verða að bera þær á meðan verið er í skólanum. Þar sem mælt er með að einnota grímur séu einungis notaðar í fjóra tíma fá allir nýjar grímur í hádeginu. Notuðum grímum á að henda í almennt rusl og mikilvægt er að þvo og sótthreinsa hendur áður en nýjar grímur eru settar upp.
Allir eiga að nota aðalinnganginn, Nettómegin. Þá viljum við hvetja alla til að forðast óþarfa umgang og lágmarka neyslu á mat og drykk.
Í einhverjum áföngum verður tekin upp fjarkennsla og fá nemendur upplýsingar um það frá viðkomandi kennurum.
Okkur í FAS finnst mikilvægt að hægt sé að halda úti sem eðlilegustu skólastarfi og því hvetjum við alla til að fara að reglum og huga að eigin sóttvörnum. Ef við pössum okkur öll eru líkur á að þetta ástand vari stutt.
Hér eru leiðbeiningar um hvernig nota skal grímur rétt.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...