Námskeið fjallamennskukennara

31.ágú.2020

Aðsókn að námi í fjallamennsku hefur aldrei verið meiri og núna eru um þrír tugir skráðir í námið. Það finnst okkur frábært en er líka um leið áskorun. Þegar nemendur eru svo margir þurfa margir kennarar að koma að kennslunni því þetta er að mestu leyti vettvangsnám. Núna eru skráðir 16 kennarar á fjallamennskubrautinni í mismikilli kennslu. Þeir eiga það sameiginlegt að vera sérfræðingar á sínu sviði.
Í gær, sunnudag, var stór hluti kennarahópsins á námskeiði þar sem m.a. var farið yfir kennslufræði fullorðinna og útináms. Námskeiðið leiddu þeir Hróbjartur Árnason og Jakob Frímann Þorsteinsson en þeir koma báðir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Námskeiðið heppnaðist í alla staði mjög vel og var lærdómsríkt fyrir hina verðandi kennara á fjallamennskubrautinni. Áform eru uppi um áframhaldandi samvinnu Menntavísindasviðs og FAS.
Námskeiðið endaði með því að þátttakendur elduðu saman inni í Geitafelli. Það var ekki hvað síst gert til að hrista kennarahópinn saman því þeir koma víða að. Matseldin gekk ljómandi vel og ekki spillti veðrið fyrir.
Nú eru nemendur í fjallamennsku mættir í FAS og eru að undirbúa sína fyrstu ferð sem verður á morgun þriðjudag.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...