Námskeið fjallamennskukennara

31.ágú.2020

Aðsókn að námi í fjallamennsku hefur aldrei verið meiri og núna eru um þrír tugir skráðir í námið. Það finnst okkur frábært en er líka um leið áskorun. Þegar nemendur eru svo margir þurfa margir kennarar að koma að kennslunni því þetta er að mestu leyti vettvangsnám. Núna eru skráðir 16 kennarar á fjallamennskubrautinni í mismikilli kennslu. Þeir eiga það sameiginlegt að vera sérfræðingar á sínu sviði.
Í gær, sunnudag, var stór hluti kennarahópsins á námskeiði þar sem m.a. var farið yfir kennslufræði fullorðinna og útináms. Námskeiðið leiddu þeir Hróbjartur Árnason og Jakob Frímann Þorsteinsson en þeir koma báðir frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Námskeiðið heppnaðist í alla staði mjög vel og var lærdómsríkt fyrir hina verðandi kennara á fjallamennskubrautinni. Áform eru uppi um áframhaldandi samvinnu Menntavísindasviðs og FAS.
Námskeiðið endaði með því að þátttakendur elduðu saman inni í Geitafelli. Það var ekki hvað síst gert til að hrista kennarahópinn saman því þeir koma víða að. Matseldin gekk ljómandi vel og ekki spillti veðrið fyrir.
Nú eru nemendur í fjallamennsku mættir í FAS og eru að undirbúa sína fyrstu ferð sem verður á morgun þriðjudag.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...