Fyrirlestrar í FAS um kynferðisofbeldi

08.sep.2020

Þessa dagana eru stödd hér á Hornafirði þau Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn V. Einarsson. Þau eru hér á vegum skólaskrifstofu sveitarfélagsins og eru hingað komin til að fjalla um alls konar ofbeldi sem því miður er allt of algengt. Við í FAS erum svo heppin að fá að njóta krafta þeirra líka og í dag ræða þau við okkar nemendur.
Bæði halda úti instagramsíðum þar sem ýmis konar fróðleik og ábendingar eru að finna, bæði fyrir ungt fólk og foreldra. Sólborg heldur úti síðunni favitar þar sem spjótunum er sérstaklega beint gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Þorsteinn sér um instagramsíðu sem heitir karlmennskan en þar er m.a. verið að fjalla um óraunhæfar staðalímyndir karlmanna en einnig að hver og einn hafi rétt til að vera eins og hann er.
Nemendur eru sérstaklega ánægðir og fannst gaman að fá öðru vísi fræðslu sem vekur til umhugsunar og skilur eftir spurningar. Við þökkum þeim Sólborgu og Þorsteini kærlega fyrir komuna og þeirra þarfa innlegg.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...