Þessa dagana eru stödd hér á Hornafirði þau Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn V. Einarsson. Þau eru hér á vegum skólaskrifstofu sveitarfélagsins og eru hingað komin til að fjalla um alls konar ofbeldi sem því miður er allt of algengt. Við í FAS erum svo heppin að fá að njóta krafta þeirra líka og í dag ræða þau við okkar nemendur.
Bæði halda úti instagramsíðum þar sem ýmis konar fróðleik og ábendingar eru að finna, bæði fyrir ungt fólk og foreldra. Sólborg heldur úti síðunni favitar þar sem spjótunum er sérstaklega beint gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Þorsteinn sér um instagramsíðu sem heitir karlmennskan en þar er m.a. verið að fjalla um óraunhæfar staðalímyndir karlmanna en einnig að hver og einn hafi rétt til að vera eins og hann er.
Nemendur eru sérstaklega ánægðir og fannst gaman að fá öðru vísi fræðslu sem vekur til umhugsunar og skilur eftir spurningar. Við þökkum þeim Sólborgu og Þorsteini kærlega fyrir komuna og þeirra þarfa innlegg.
Til Svíþjóðar í boði Erasmus
FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...