Innritun og sumarfrí í FAS

12.jún.2020

Nú stendur yfir innritun fyrir nám á haustönn. Umsóknarfresti lauk 10. júní fyrir nemendur úr grunnskóla. Hvað varðar eldri nemendur er miðað við búið sé að sækja um fyrir lok maí en þó er hægt að sækja um fram til 26. ágúst. Best er að sækja um sem fyrst. Á vef skólans eru upplýsingar um námsframboð og þar er einnig hægt að sækja um nám.

Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir hafa sótt um nám í fjallamennsku en nú þegar hafa yfir 30 umsóknir borist. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu mála þar.

Ekkert verður af fyrirhuguðu sumarnámi í FAS þar sem ekki bárust nægilega margar umsóknir.

Skrifstofa FAS lokar 19. júní og opnar aftur 5. ágúst. Það er hægt að hafa samband við Eyjólf skólameistara ef þörf þykir (eyjo@fas.is og 860 29 58).

Við vonum að allir eigi gott og gefandi sumar.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...