Skólabyrjun á haustönn 2020

14.ágú.2020

Skólastarf haustannar hefst fimmtudaginn 20. ágúst klukkan 10 með skólasetningu í fyrirlestrasal Nýheima. Setningunni verður streymt en mikilvægt er að nýnemar mæti. Umsjónarfundur hefst klukkan 10:30 í stofum fyrir staðnemendur og þá sem eru um óreglulega mætingu. Fjarnemendur fá fundarboð í gegnum Teams.

Sama dag klukkan 13 hefst kennsla samkvæmt stundaskrá og er miðað við að kennsla fari fram í stofum með hefðbundnum hætti þó að teknu tilliti til eins metra reglunnar. Ekki er komin útfærsla á öllu verklegu námi en þær upplýsingar verða birtar um leið og þær liggja fyrir. Stundatöflur og bókalistar eru nú þegar aðgengilegar í Innu og hægt er að skoða kennsluáætlanir einstakra áfanga á vef skólans. Í byrjun næstu viku koma nánari upplýsingar um nýjan námsvef FAS og aðgang að Office 365.

Við hér í FAS búum við þær aðstæður að það er tiltölulega auðvelt að viðhafa eins metra fjarlægð á milli fólks og að aldrei séu fleiri en 100 manns í sama rými.

Nemendur á heimavist geta mætt 19. ágúst en þurfa að hafa samband við skólameistara til að komast inn.

Við hlökkum til að sjá ykkur og vonum að skólastarfið fari vel af stað þrátt fyrir aðstæður vegna COVID-19.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...