Skólabyrjun á haustönn 2020

14.ágú.2020

Skólastarf haustannar hefst fimmtudaginn 20. ágúst klukkan 10 með skólasetningu í fyrirlestrasal Nýheima. Setningunni verður streymt en mikilvægt er að nýnemar mæti. Umsjónarfundur hefst klukkan 10:30 í stofum fyrir staðnemendur og þá sem eru um óreglulega mætingu. Fjarnemendur fá fundarboð í gegnum Teams.

Sama dag klukkan 13 hefst kennsla samkvæmt stundaskrá og er miðað við að kennsla fari fram í stofum með hefðbundnum hætti þó að teknu tilliti til eins metra reglunnar. Ekki er komin útfærsla á öllu verklegu námi en þær upplýsingar verða birtar um leið og þær liggja fyrir. Stundatöflur og bókalistar eru nú þegar aðgengilegar í Innu og hægt er að skoða kennsluáætlanir einstakra áfanga á vef skólans. Í byrjun næstu viku koma nánari upplýsingar um nýjan námsvef FAS og aðgang að Office 365.

Við hér í FAS búum við þær aðstæður að það er tiltölulega auðvelt að viðhafa eins metra fjarlægð á milli fólks og að aldrei séu fleiri en 100 manns í sama rými.

Nemendur á heimavist geta mætt 19. ágúst en þurfa að hafa samband við skólameistara til að komast inn.

Við hlökkum til að sjá ykkur og vonum að skólastarfið fari vel af stað þrátt fyrir aðstæður vegna COVID-19.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...