Sumarnám í FAS

29.maí.2020

Boðið verður upp á sex mismunandi námskeið í sértæku sumarnámi í FAS. Því er ætlað að koma til móts við aðstæður á vinnumarkaði í kjölfar COVID-19. Þetta eru framsækin, áhugaverð og hagnýt námskeið í frjóu umhverfi. Tveir áfangar eru hefðbundið framhaldsskólanám, einn áfangi er sérstaklega hugsaður fyrir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku. Tveir áfangar tilheyra list- og verkgreinum en það eru sjónlist og saga annars vegar og kvikmyndagerð hins vegar þar sem áherslan er á upptökur og eftirvinnslu á hljóð- og myndefni. Þá er boðið upp á kynningaráfanga fyrir fjallamennskunám FAS.

Það er mismunandi hvenær áfangarnir eru í boði og einnig er mismunandi hvort þeir eru í staðnámi eða fjarnámi. Umsóknarfrestur fyrir alla áfanga er til 10. júní n.k. Nánari upplýsingar er að finna hér

Það eru margir skólar sem bjóða upp á alls konar nám vegna þessara sérstöku aðstæðna. Sjá nánar hér

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...