Sumarnám í FAS

29.maí.2020

Boðið verður upp á sex mismunandi námskeið í sértæku sumarnámi í FAS. Því er ætlað að koma til móts við aðstæður á vinnumarkaði í kjölfar COVID-19. Þetta eru framsækin, áhugaverð og hagnýt námskeið í frjóu umhverfi. Tveir áfangar eru hefðbundið framhaldsskólanám, einn áfangi er sérstaklega hugsaður fyrir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku. Tveir áfangar tilheyra list- og verkgreinum en það eru sjónlist og saga annars vegar og kvikmyndagerð hins vegar þar sem áherslan er á upptökur og eftirvinnslu á hljóð- og myndefni. Þá er boðið upp á kynningaráfanga fyrir fjallamennskunám FAS.

Það er mismunandi hvenær áfangarnir eru í boði og einnig er mismunandi hvort þeir eru í staðnámi eða fjarnámi. Umsóknarfrestur fyrir alla áfanga er til 10. júní n.k. Nánari upplýsingar er að finna hér

Það eru margir skólar sem bjóða upp á alls konar nám vegna þessara sérstöku aðstæðna. Sjá nánar hér

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...