Metaðsókn í fjallamennskunám FAS

28.maí.2020

Eins og við höfum sagt frá áður fór fjallamennskunám FAS í gegnum mikla endurskipulagningu nú á vordögum. Með nýju skipulagi er m.a. verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi. Námið er líkt og áður 60 einingar og samanstendur af vettvangsferðum og fjarnámi.

Þetta er sérhæft nám og er ætlað þeim sem vilja starfa við fjallamennsku og leiðsögn. Þeir sem ljúka náminu fá tiltekin réttindi innan fagfélags íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG. Þá fá nemendur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu.

Þetta nýja skipulag á náminu sem var kynnt á vordögum hefur vakið mikla athygli og hafa umsóknir í fjallamennskunám FAS aldrei verið fleiri. Þeir sem eru enn að velta fyrir sér hvort þeir eigi að sækja um þurfa að drífa sig því umsóknarfrestur rennur út 31. maí. Hægt er að sækja um hér.

Fjallamennskudeild FAS er mjög spennt fyrir þessu spennandi verkefni sem bíður á komandi haustmisseri og hlakkar til að takast á við þetta krefjandi og skemmtilega verkefni.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...