Það var ánægjulegt að sjá aftur nemendur og starfsfólk á vappi í FAS í morgun en frá og með 4. maí taka gildi reglur um rýmkun á samkomubanni. Nú er leyfilegt að koma aftur í skólann en þó þarf að uppfylla skilyrði um að fjarlægð á milli einstaklinga sé a.m.k. tveir metrar. Það er misjafnt eftir áföngum í FAS hvenær nemendur koma aftur eða í hvaða tíma en allir eiga að hafa fengið upplýsingar þar að lútandi frá sínum kennurum.
Hún Hafdís okkar var mætt í veitingasöluna í morgun og menn voru ánægðir með að geta fengið sér að borða. Að sjálfsögðu var passað upp á að allir myndu virða tveggja metra fjarlægðamörkin.
Til Svíþjóðar í boði Erasmus
FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...