Listsköpun á gamla Sindrahúsinu

29.apr.2020

Við sögðum frá því í síðustu viku að skólinn hefði fengið leyfi til að nota gamla Sindrahúsið fyrir listsköpun. Einhverjum nemendum hafði dottið í hug að það gæti verið áhugavert að reyna að gera eitthvað nýtt og krefjandi á tímum takmörkunar á skólahaldi. Gengið var í það að útfæra hugmyndina þannig að öllum reglum um samneyti og sóttvörnum væri fylgt og var öllum nemendum boðið að koma og taka þátt. Þema verkefnisins er vorið.

Í síðustu og þessari viku hafa allmargir nemendur komið og lagt sitt af mörkum til að gæða þessar síðustu stundir hússins lífi en ætlunin er að rífa húsið eftir næstu mánaðarmót. Nú þegar er hægt að sjá afrakstur af vinnu nemenda á tveimur útveggjum en nemendur á lista- og menningarsviði hafa séð um að skapa listaverk innan veggja. Á morgun er síðasti dagurinn til að vinna að verkefnunum og hvetjum við þá nemendur sem vilja til að koma milli 14 og 16 og taka þátt.

Framgangur verksins hefur verið settur á instagramsíðu skólans. Þar munu verkin lifa þó húsið heyri brátt sögunni til.

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...