Flottir „Hellisbúar“ í þriðja sæti

06.maí.2020

Fyrir stuttu sögðum við frá því að verkefni frá FAS hefði komist í undanúrslit í samkeppni sem Landvernd stendur fyrir og kallast Ungt umhverfisfréttafólk. Tíu framhaldsskólar skiluðu inn samtals 40 verkefnum og komust sex þeirra í undanúrslit. Fyrir stuttu fengum við að vita að verkefni Hellisbúanna væri á meðal þeirra sem komust í undanúrslit. Sagt er frá þeim verkefnunum á RÚV NÚLL.

Í dag var svo komið að því að kynna þrjú efstu sætin í keppninni og var viðburðinum streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Í FAS var safnast saman á Nýtorgi til að fylgjast með og auðvitað var þess gætt að virða tveggja metra regluna. Okkar fólk hreppti þriðja sætið sem er frábær árangur og fær fyrir það verðlaun og viðurkenningu. Sagt var lítillega frá verkefnunum í þremur efstu sætunum. Umsögn fjölmiðladómnefndar um verkefnið er eftirfarandi: Í þriðja sæti er instagramsíðan Hellisbúarnir. Bráðnun jökla ógnar ungum kynslóðum í dag og stefnir heimkynnum okkar og lífsháttum í hættu. Hópurinn setti verkefnið fram á mjög aðgengilegan hátt fyrir ungt fólk sem var til fyrirmyndar og var í senn fræðandi og lifandi. 

Fyrir þá sem vilja er hægt að horfa á útsendingu af verðlaunaafhendingunni hér.  Og hér er slóðin á instagramsíðu Hellisbúanna.

Frábært – til hamingju með verkefnið.

 

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...