Flottir „Hellisbúar“ í þriðja sæti

06.maí.2020

Fyrir stuttu sögðum við frá því að verkefni frá FAS hefði komist í undanúrslit í samkeppni sem Landvernd stendur fyrir og kallast Ungt umhverfisfréttafólk. Tíu framhaldsskólar skiluðu inn samtals 40 verkefnum og komust sex þeirra í undanúrslit. Fyrir stuttu fengum við að vita að verkefni Hellisbúanna væri á meðal þeirra sem komust í undanúrslit. Sagt er frá þeim verkefnunum á RÚV NÚLL.

Í dag var svo komið að því að kynna þrjú efstu sætin í keppninni og var viðburðinum streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Í FAS var safnast saman á Nýtorgi til að fylgjast með og auðvitað var þess gætt að virða tveggja metra regluna. Okkar fólk hreppti þriðja sætið sem er frábær árangur og fær fyrir það verðlaun og viðurkenningu. Sagt var lítillega frá verkefnunum í þremur efstu sætunum. Umsögn fjölmiðladómnefndar um verkefnið er eftirfarandi: Í þriðja sæti er instagramsíðan Hellisbúarnir. Bráðnun jökla ógnar ungum kynslóðum í dag og stefnir heimkynnum okkar og lífsháttum í hættu. Hópurinn setti verkefnið fram á mjög aðgengilegan hátt fyrir ungt fólk sem var til fyrirmyndar og var í senn fræðandi og lifandi. 

Fyrir þá sem vilja er hægt að horfa á útsendingu af verðlaunaafhendingunni hér.  Og hér er slóðin á instagramsíðu Hellisbúanna.

Frábært – til hamingju með verkefnið.

 

Aðrar fréttir

Hájöklaferð í fjallanáminu

Hájöklaferð í fjallanáminu

Þann 21. apríl lagði grunnnámshópur fjallanámsins af stað í leiðangur upp á Hrútsfjallstinda. Nemendur voru fimmtán talsins auk þriggja kennara  og var veðurspá með besta móti og stóð til að gista upp frá í þrjár nætur. Það þýddi að bakpokar voru þungir en samt sem...

Umhverfisdagur Nýheima

Umhverfisdagur Nýheima

Það er vel við hæfi á síðasta degi vetrar að taka til hendinni og hreinsa og tína drasl sem hefur fallið til í vetur. Eins og svo oft áður efndu íbúar Nýheima til hreinsunardags þar sem allir sem geta leggja hönd á plóg. Það er búið að tína rusl, sópa, hreinsa á milli...

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...