Flottir „Hellisbúar“ í þriðja sæti

06.maí.2020

Fyrir stuttu sögðum við frá því að verkefni frá FAS hefði komist í undanúrslit í samkeppni sem Landvernd stendur fyrir og kallast Ungt umhverfisfréttafólk. Tíu framhaldsskólar skiluðu inn samtals 40 verkefnum og komust sex þeirra í undanúrslit. Fyrir stuttu fengum við að vita að verkefni Hellisbúanna væri á meðal þeirra sem komust í undanúrslit. Sagt er frá þeim verkefnunum á RÚV NÚLL.

Í dag var svo komið að því að kynna þrjú efstu sætin í keppninni og var viðburðinum streymt á fésbókarsíðu verkefnisins. Í FAS var safnast saman á Nýtorgi til að fylgjast með og auðvitað var þess gætt að virða tveggja metra regluna. Okkar fólk hreppti þriðja sætið sem er frábær árangur og fær fyrir það verðlaun og viðurkenningu. Sagt var lítillega frá verkefnunum í þremur efstu sætunum. Umsögn fjölmiðladómnefndar um verkefnið er eftirfarandi: Í þriðja sæti er instagramsíðan Hellisbúarnir. Bráðnun jökla ógnar ungum kynslóðum í dag og stefnir heimkynnum okkar og lífsháttum í hættu. Hópurinn setti verkefnið fram á mjög aðgengilegan hátt fyrir ungt fólk sem var til fyrirmyndar og var í senn fræðandi og lifandi. 

Fyrir þá sem vilja er hægt að horfa á útsendingu af verðlaunaafhendingunni hér.  Og hér er slóðin á instagramsíðu Hellisbúanna.

Frábært – til hamingju með verkefnið.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...