FAS í undanúrslit í umhverfisverkefni Landverndar

27.apr.2020

Landvernd stendur fyrir alþjóðlegu verkefni á meðal skóla á Íslandi sem kallast Ungt umhverfisfréttafólk. Verkefnið kallast á ensku YRE en það stendur fyrir Young Reporters for the Environment.

Verkefninu er ætlað að valdefla ungt fólk og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif með því að kynna sér umhverfismál með gagnrýnum hætti og miðla upplýsingum til almennings. Nemendur geta einnig valið um að senda verkefni sín í landskeppni og bestu verkefnin taka síðan þátt í alþjóðlegri keppni.

Í FAS var ákveðið að nemendur í umhverfis- og auðlindafræði tækju þátt í verkefninu og var hafist handa fljótlega í byrjun annar. Það var orðið stutt í skilafrest þegar reglur um takmörkun á skólahaldi tóku gildi og hafði það áhrif á vinnuna. En með góðu skipulagi og þrautseigju náðu einhverjir hópar að skila inn verkefnum. Í síðustu viku barst svo ánægjulegur póstur frá Landvernd um að verkefni frá FAS hefði komist í undanúrslit í innanlandskeppninni. Þetta er instagram síða hjá hópi sem kalla sig „Hellisbúana“ og verkefnið fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á íshella. Í póstinum frá Landvernd kemur fram að í þessari viku verður sendur póstur á nemendur sem hljóta verðlaun, en sætin (fyrsta, annað og þriðja) verða þó ekki tilkynnt fyrr en í streymi þann 6. maí.

Frábært hjá ykkur Hellisbúar og til hamingju með verkefnið ykkar! Hér má sjá stutta kynningu á hópnum og hér er slóðin á verkefnið í heild.

 

 

 

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...