Skólinn opnar aftur 4. maí

22.apr.2020

Nú hillir undir að beytingar verði á skólastarfi og hægt verði að mæta í skólann á ný. Í gær birti Stjórnarráð Íslands auglýsingu um afléttingu takmarkana á skólastarfi frá og með 4. maí næstkomandi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þá verður nemendum í framhaldsskólum heimilt að að mæta í skólann en það verður að gæta þess að ekki verði fleiri en 50  í sama rými og að tveggja metra nándarreglan verði virt.

Í FAS höfum við ákveðið að kennsla færist aftur inn í skólann og það verði tímar í flestum greinum dagana 4. – 11. maí en þá er síðasti kennsludagur annarinnar. Kennarar í hverri grein munu útfæra fyrirkomulagið nánar í næstu viku og koma upplýsingum til nemenda sinna. Þá hefur verið ákveðið að staðnemendur mæti í lokamatsviðtöl í skólanum ef mögulegt er.

Við höfum fundið fyrir því að fyrirkomulag á skólastarfi síðustu vikna hefur reynt á marga. Því datt okkur í hug að gott gæti verið að hvíla námið um stund og drífa sig út og fást við eitthvað allt annað. Eins og margir vita á að rífa gamla Sindrahúsið við hliðina á Ráðhúsinu og núna standa einungis útveggir eftir. Við fengum leyfi til að nota húsið fyrir listsköpun áður en það hverfur endanlega sjónum. Ákveðið hefur verið að þema verkefnisins verði vorið og kennarar hafa útfært hvernig staðið skuli að vinnunni. Allir nemendur munu í dag fá póst þar að lútandi og við hvetjum alla að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...