Skólastarf hafið eftir páskafrí

14.apr.2020

Í dag hófst kennsla aftur í FAS að loknu páskafríi. Eins og fyrir páska hittast nemendur og kennarar í gegnum Teams. Það var nokkuð gott hljóð í nemendum og margir ánægðir með skólinn sé byrjaður aftur.

Það hillir þó undir breytta tíma því í dag kynntu stjórnvöld breytingar um tilslakanir á samkomubanni. Frá og með 4. maí verður leyfilegt að opna framhaldsskóla með takmörkunum.  Það finnst okkur mikið gleðiefni og munum svo sannarlega gera allt sem við getum til að uppfylla skilyrði svo nemendur okkar komist í skólann. Við munum fljótlega segja frá því hvernig skipulagið verður hjá okkur í FAS.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...