Skólastarf hafið eftir páskafrí

14.apr.2020

Í dag hófst kennsla aftur í FAS að loknu páskafríi. Eins og fyrir páska hittast nemendur og kennarar í gegnum Teams. Það var nokkuð gott hljóð í nemendum og margir ánægðir með skólinn sé byrjaður aftur.

Það hillir þó undir breytta tíma því í dag kynntu stjórnvöld breytingar um tilslakanir á samkomubanni. Frá og með 4. maí verður leyfilegt að opna framhaldsskóla með takmörkunum.  Það finnst okkur mikið gleðiefni og munum svo sannarlega gera allt sem við getum til að uppfylla skilyrði svo nemendur okkar komist í skólann. Við munum fljótlega segja frá því hvernig skipulagið verður hjá okkur í FAS.

Aðrar fréttir

Gengið um Víknaslóðir

Gengið um Víknaslóðir

Vel lukkuðum rötunar- og útivistaráfanga í fjallanámi FAS lauk fyrr í þessum mánuði. Þar fengu nemendur að spreyta sig í undirbúningi og framkvæmd á fjögurra daga göngu í óbyggðum. Ferðinni var heitið á Víknaslóðir þar sem gengnir voru ýmsir slóðar frá Borgarfirði til...

Jákvæð samskipti í FAS

Jákvæð samskipti í FAS

Þessa vikuna stendur yfir íþróttavika í sveitarfélaginu okkar. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir alla og er lögð áhersla á allir geti stundað einhvers konar íþróttir. Þar skiptir aldur, bakgrunnur eða líkamlegt ástand ekki máli. Það...

Jökla 2 AIMG námskeið

Jökla 2 AIMG námskeið

Þrír nemendur Fjallamennsku FAS stóðust á dögunum próf Félags Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Jöklaleiðsögn 2. Þetta var annað af þremur prófum sem hægt er að taka á þessu sviði og það síðasta sem boðið er upp á fyrir nemendur FAS. Einungis þeir nemendur sem hafa...