Nú er komið páskafrí

03.apr.2020

Eftir þrjár vikur í takmörkuðu skólahaldi er komið að langþráðu páskafríi. Nemendur okkar hafa sýnt þessu óvenjulega ástandi skilning og þolinmæði og unnið vel í breyttum námsaðstæðum. Bæði nemendur og kennarar eru sammála um að það sé einstaklega krefjandi að sitja langtímum saman fyrir framan tölvuskjá og sinna allri vinnu þar. Það er því afar kærkomið að taka pásu frá náminu og hugsa um sjálfan sig.

Nú hafa stjórnvöld framlengt takmörkun á skólahaldi til 4. maí og það þýðir að við verðum að halda áfram á sömu braut eftir páska. Skólahald hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 14. apríl og þá hittumst við aftur í gegnum Teams.

Við skulum öll nota páskafríið til að hvíla okkur og safna kröftum fyrir það sem framundan er. Höfum í huga að sofa vel, borða hollan mat (líka páskaegg) og að hreyfing er mikilvæg. Við skulum líka muna „að hlýða Víði“ því á þann hátt getum við best varið okkur.

Gleðilega páska!

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...