Nýtt og endurbætt nám í fjallamennsku í FAS

02.apr.2020

Nú hefur nám í fjallamennsku í FAS verið endurskipulagt og verður byrjað að kenna samkvæmt nýju skipulagi næsta haust. Með nýju skipulagi er verið að koma til móts við þá sem eru í vinnu en vilja bæta þekkingu sína og ná sér í starfsréttindi.
Líkt og áður er námið 60 einingar og samanstendur bæði af vettfangsferðum og fjarnámi. Hér er um sérhæft nám að ræða og er ætlað þeim sem vilja starfa við fjallamennksu og leiðsögn. Þeir sem ljúka náminu fá tiltekin réttindi innan fagfélags íslenskra fjallaleiðsögumanna AIMG. Þá fá nemendur viðurkennda þjálfun í fyrstu hjálp frá Landsbjörgu.
Fjallamennskunámið er sett saman úr 17 áföngum sem skiptast í nám á vettvangi og svo bóklegt nám. Á skólaárinu er farið í 11 ferðir og standa þær yfir í 4 – 7 daga. Sem dæmi um ferðir eru gönguferðir, klettaferðir, fjallaskíðaferðir, fjallahjólaferðir og jöklaferðir. Nemendur þurfa að mæta í ferðir og lotur en eru að öðru leyti í fjarnámi sem er hægt að sinna samhliða vinnu hvenær og hvar sem er.
Fagnámskeið AIMG er einnig opin fyrir fólk sem stenst forkröfur félagsins um þátttöku í námskeiðum. Þannig geta einstök námskeið hentað vel fyrir fólk sem nú þegar starfar við leiðsögn en vill bæta við sig þekkingu og reynslu. Allar ferðir byrja og enda á Höfn og hægt er að fá aðstöðu til gistingar í tenglsum við ferðir á heimavist á Höfn. Allir kennarar koma úr atvinnulífinu og margir þeirra starfa við fjallaleiðsögn.

Námið hefst 18. ágúst og lýkur 20. maí. Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára til að geta skráð sig í námið. Við hvetjum ykkur til að skoða nýju heimsíðuna fyrir fjallanámið og bendum á það er búið að opna fyrir skráningar.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...