Áfram mót hækkandi sól

27.mar.2020

Nú eru liðnar tvær vikur þar sem skólahald hefur verið öðruvísi en venja er. Það er frábært að sjá hversu margir nemendur eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum. Núna finnst mörgum jafn eðlilegt að mæta í tíma á Teams rétt eins og að mæta á tilsettum tíma inni í skólastofu. Margir nemendur eru líka að vinna vel og skila góðum verkefnum sem er frábært.

En það eru ekki síður kennarar sem þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Langflestir eru búnir að koma sér upp vinnuaðstöðu heima. Þeir eru líka á fullu að reyna að finna út úr alls kyns tæknimálum þannig að kennslan gangi sem best. Þar má t.d. nefna hvernig megi deila verkefnum yfir í tölvur nemenda eða að láta alla hlusta á sömu hljóðskrána eða horfa á myndband á sama tíma. Þá fylgjast kennarar enn betur með nemendum sínum og reyna að veita þeim stuðning eins og kostur er á þessum sérstöku tímum.

Við viljum minna á að það er mikilvægt að allir fari vel með sig. Eins og embætti landlæknis bendir á þarf að huga að hreinlæti, mataræði og hreyfingu. Eftir vikuna hvetjum við alla til að fara út og njóta einstakrar náttúru og horfa um leið eftir ummerkjum um vorið.

 

 

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...