Áfram mót hækkandi sól

27.mar.2020

Nú eru liðnar tvær vikur þar sem skólahald hefur verið öðruvísi en venja er. Það er frábært að sjá hversu margir nemendur eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum. Núna finnst mörgum jafn eðlilegt að mæta í tíma á Teams rétt eins og að mæta á tilsettum tíma inni í skólastofu. Margir nemendur eru líka að vinna vel og skila góðum verkefnum sem er frábært.

En það eru ekki síður kennarar sem þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Langflestir eru búnir að koma sér upp vinnuaðstöðu heima. Þeir eru líka á fullu að reyna að finna út úr alls kyns tæknimálum þannig að kennslan gangi sem best. Þar má t.d. nefna hvernig megi deila verkefnum yfir í tölvur nemenda eða að láta alla hlusta á sömu hljóðskrána eða horfa á myndband á sama tíma. Þá fylgjast kennarar enn betur með nemendum sínum og reyna að veita þeim stuðning eins og kostur er á þessum sérstöku tímum.

Við viljum minna á að það er mikilvægt að allir fari vel með sig. Eins og embætti landlæknis bendir á þarf að huga að hreinlæti, mataræði og hreyfingu. Eftir vikuna hvetjum við alla til að fara út og njóta einstakrar náttúru og horfa um leið eftir ummerkjum um vorið.

 

 

 

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...