Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

23.mar.2020

Nú erum við komin inn í aðra viku takmarkaðs skólahalds. Við vonum svo sannarlega að hún gangi jafnvel og síðasta vika. Það kom fram á kennarafundi á föstudag sem að sjálfsögðu var fjarfundur að síðasta vika hefði gengið vel. Nemendur voru duglegir að mæta á fjarfundi og voru að vinna vel við þessar óvenjulegu kringumstæður.

Og áfram höldum við í þessari viku. Nemendur þurfa að leysa ýmis verkefni og jafnvel próf. Við reynum eins og við getum að fylgjast með nemendum okkar, sendum þeim póst og jafnvel hringjum í þá. Síðar í dag fá nemendur senda könnun sem við biðjum alla að svara.

Að síðustu viljum við hvetja alla til að fara að tilmælum heilbrigðisyfirvalda; borða hollan mat, hreyfa sig og gæta að hreinlæti. En við skulum líka passa hvert upp á annað með því að vera í sambandi og spjalla við vini og vandamenn.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...