Önnur vika takmarkaðs skólahalds í FAS

23.mar.2020

Nú erum við komin inn í aðra viku takmarkaðs skólahalds. Við vonum svo sannarlega að hún gangi jafnvel og síðasta vika. Það kom fram á kennarafundi á föstudag sem að sjálfsögðu var fjarfundur að síðasta vika hefði gengið vel. Nemendur voru duglegir að mæta á fjarfundi og voru að vinna vel við þessar óvenjulegu kringumstæður.

Og áfram höldum við í þessari viku. Nemendur þurfa að leysa ýmis verkefni og jafnvel próf. Við reynum eins og við getum að fylgjast með nemendum okkar, sendum þeim póst og jafnvel hringjum í þá. Síðar í dag fá nemendur senda könnun sem við biðjum alla að svara.

Að síðustu viljum við hvetja alla til að fara að tilmælum heilbrigðisyfirvalda; borða hollan mat, hreyfa sig og gæta að hreinlæti. En við skulum líka passa hvert upp á annað með því að vera í sambandi og spjalla við vini og vandamenn.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...