Verklegir áfangar í FAS

18.mar.2020

Það er auðveldara í sumum áföngum en öðrum að skipta yfir í fjarkennslu. Það er t.d. í flestum tilfellum auðveldara að skipta yfir í fjarkennslu í bóklegum greinum.

List- og verkgreinakennarar í FAS bregðast þó við aðstæðum og þá skiptir máli að hafa ímyndunaraflið í lagi. Við tókum stöðuna í verklegum greinum í dag: Í verklegum íþróttum sjá nemendur sjálfir um sína hreyfingu sem þau skrá niður í OneNote. Hægt er að nota snjalltæki til að fylgjast með t.d hversu langt er gengið eða taka púls. Í matreiðslu elda eða baka nemendur einu sinni í viku. Það þarf að senda uppskriftina til kennara og einnig myndband bæði af eldamennskunni og því sem er matreitt. Það er gott ef fjölskyldan getur tekið þátt með því að smakka og gefa álit sitt á því sem er búið til. Kennari sendir nemendum einnig fræðsluefni til að lesa. Í sjónlistum hittast nemendur og kennarar samkvæmt stundatöflu í fjarkennslu á Teams. Þá verða vikulegir fundir á Teams í tómstundum. Í leiklist hefur verið tekin sú ákvörðun að hætta við sýningu á Bláa hnettinum. Það finnst okkur mjög leiðinlegt því það var farið að styttast í frumsýningu. Í athugun er hvort hægt verði að sýna leikritið í haust. Kennarar á lista- og menningarsviði eru að safna saman efni til að senda á nemendur. Þeir ætla að nýta sér Adobe forritið og þessa dagana er verið að gera það aðgengilegt fyrir nemendur.

Umsjónarnemendur á lista- og menningarsviði fá fastan fundartíma á föstudögum klukkan 13.30. Sá fundur verður í gegnum Teams og munu nemendur fá fundarboð fljótlega.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...