Verklegir áfangar í FAS

18.mar.2020

Það er auðveldara í sumum áföngum en öðrum að skipta yfir í fjarkennslu. Það er t.d. í flestum tilfellum auðveldara að skipta yfir í fjarkennslu í bóklegum greinum.

List- og verkgreinakennarar í FAS bregðast þó við aðstæðum og þá skiptir máli að hafa ímyndunaraflið í lagi. Við tókum stöðuna í verklegum greinum í dag: Í verklegum íþróttum sjá nemendur sjálfir um sína hreyfingu sem þau skrá niður í OneNote. Hægt er að nota snjalltæki til að fylgjast með t.d hversu langt er gengið eða taka púls. Í matreiðslu elda eða baka nemendur einu sinni í viku. Það þarf að senda uppskriftina til kennara og einnig myndband bæði af eldamennskunni og því sem er matreitt. Það er gott ef fjölskyldan getur tekið þátt með því að smakka og gefa álit sitt á því sem er búið til. Kennari sendir nemendum einnig fræðsluefni til að lesa. Í sjónlistum hittast nemendur og kennarar samkvæmt stundatöflu í fjarkennslu á Teams. Þá verða vikulegir fundir á Teams í tómstundum. Í leiklist hefur verið tekin sú ákvörðun að hætta við sýningu á Bláa hnettinum. Það finnst okkur mjög leiðinlegt því það var farið að styttast í frumsýningu. Í athugun er hvort hægt verði að sýna leikritið í haust. Kennarar á lista- og menningarsviði eru að safna saman efni til að senda á nemendur. Þeir ætla að nýta sér Adobe forritið og þessa dagana er verið að gera það aðgengilegt fyrir nemendur.

Umsjónarnemendur á lista- og menningarsviði fá fastan fundartíma á föstudögum klukkan 13.30. Sá fundur verður í gegnum Teams og munu nemendur fá fundarboð fljótlega.

 

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...