Skilaboð frá stoðteyminu

18.mar.2020

Komið þið sælir kæru nemendur,

Á meðan þetta ástand varir mun margt vera öðruvísi og ljóst að meira mæðir á öllum. Á meðan kennarar og nemendur finna taktinn í hvernig kennslan fer fram þá er nauðsynlegt að draga djúpt andann og muna að þessu ástandi mun linna. Foreldrar og forráðamenn skipta miklu máli í þessu öllu saman, gott að hvetja nemendur áfram og reiða fram hjálparhönd ef þess þarf og aðstæður leyfa.

Við hér í stoðteymi FAS erum öll að vilja gerð að veita þá aðstoð sem við getum veitt og hvetjum ykkur til að hafa samband. Við munum vera til staðar í gegnum netspjall (Teams) og tölvupósta auk þess sem hægt er að spjalla saman í síma. Einnig hvetjum við ykkur til að fylgjast vel með á Instagram en þar munum við deila með ykkur hjálplegum ráðum.

Fagkennarar geta alltaf veitt betri upplýsingar sem snúa beint að náminu og ég minni á að allir nemendur eiga einnig umsjónarkennara sem gott er að geta snúið sér til.

Númer eitt, tvö og þrjú er að leggja ekki árar í bát heldur standa saman og muna að við komumst yfir þetta.

Bestu kveðjur,

Fríður fridur@fas.is

Aðalheiður adalheidurth@fas.is

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...