Meira um viðbrögð vegna veirunnar COVID-19

12.mar.2020

Í morgun var haldinn fundur með nemendum og starfsfólki FAS. Þar var öllum bent á tengilinn á heimasíðu FAS þar sem er að finna allar nýjustu upplýsingar sem varða veiruna. Við leggjum mikla áherslu á að allir skoði þá síðu reglulega sem og fréttasíðu skólans þar sem ávallt verður að finna nýjustu upplýsingar um áhrif veirunnar á skólastarfið.

Komi til þess að skólanum verði lokað mun skólastarf halda áfram í langflestum áföngum í gegnum fjarkennslu. Tveir starfsmenn ákváðu t.d. að fara varlega og kenndu að heiman í dag. Þó kennari sé ekki á staðnum er hægt að halda uppi kennslu í gegnum fjarfundabúnað. Nemendur sátu í skólastofunni og fylgdust með á skjá og gátu bæði hlustað á útskýringar og spurt spurninga.

 

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...