Meira um viðbrögð vegna veirunnar COVID-19

12.mar.2020

Í morgun var haldinn fundur með nemendum og starfsfólki FAS. Þar var öllum bent á tengilinn á heimasíðu FAS þar sem er að finna allar nýjustu upplýsingar sem varða veiruna. Við leggjum mikla áherslu á að allir skoði þá síðu reglulega sem og fréttasíðu skólans þar sem ávallt verður að finna nýjustu upplýsingar um áhrif veirunnar á skólastarfið.

Komi til þess að skólanum verði lokað mun skólastarf halda áfram í langflestum áföngum í gegnum fjarkennslu. Tveir starfsmenn ákváðu t.d. að fara varlega og kenndu að heiman í dag. Þó kennari sé ekki á staðnum er hægt að halda uppi kennslu í gegnum fjarfundabúnað. Nemendur sátu í skólastofunni og fylgdust með á skjá og gátu bæði hlustað á útskýringar og spurt spurninga.

 

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...