FAS fær viðurkenningu frá Amnesty

13.mar.2020

Viðurkenning frá Amnesty.

Í dag kom til okkar góður gestur frá Amnesty International. Það var Hera Sigurðardóttir ungliða- og aðgerðastýra hjá samtökunum. Hún var hingað komin til að veita nemendum FAS viðurkenningu fyrir frábæran árangur í herferð gagnvart þolendum mannréttindabrota árið 2019. Í máli Heru kom fram að í herferðinni árið 2019 hafi safnast alls 86.886 undirskriftir undir bréf til stjórnvalda víða um heim sem brjóta mannréttindi. Amnesty stendur fyrir undirskriftakeppni meðal framhaldsskóla og er framhaldsskólum landsins skipt í flokka eftir nemendafjölda skólanna. Það var Kvennaskólinn í Reykjavík sem bar sigur úr býtum annað árið í röð í framhaldsskólakeppninni og hlýtur þar með titilinn Mannréttindaframhaldsskóli ársins en skólinn safnaði alls 1936 undirskriftum til stuðnings þolendum mannréttindabrota.

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu safnaði hins vegar flestum undirskriftum miðað við nemendafjölda eða 673 undirskriftum og hlýtur því titilinn Mannréttindaframhaldsskóli ársins í þeim flokki. Af þessu tilefni FAS upp á morgunverð fyrir nemendur og starfsfólk FAS og Hera bauð öllum upp á köku frá Amnesty. Að auki færði hún skólanum viðurkenningarskjal og farandbikar. Það voru forsvarsmenn nemendafélagsins sem tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd FAS.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...