FAS fær viðurkenningu frá Amnesty

13.mar.2020

Viðurkenning frá Amnesty.

Í dag kom til okkar góður gestur frá Amnesty International. Það var Hera Sigurðardóttir ungliða- og aðgerðastýra hjá samtökunum. Hún var hingað komin til að veita nemendum FAS viðurkenningu fyrir frábæran árangur í herferð gagnvart þolendum mannréttindabrota árið 2019. Í máli Heru kom fram að í herferðinni árið 2019 hafi safnast alls 86.886 undirskriftir undir bréf til stjórnvalda víða um heim sem brjóta mannréttindi. Amnesty stendur fyrir undirskriftakeppni meðal framhaldsskóla og er framhaldsskólum landsins skipt í flokka eftir nemendafjölda skólanna. Það var Kvennaskólinn í Reykjavík sem bar sigur úr býtum annað árið í röð í framhaldsskólakeppninni og hlýtur þar með titilinn Mannréttindaframhaldsskóli ársins en skólinn safnaði alls 1936 undirskriftum til stuðnings þolendum mannréttindabrota.

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu safnaði hins vegar flestum undirskriftum miðað við nemendafjölda eða 673 undirskriftum og hlýtur því titilinn Mannréttindaframhaldsskóli ársins í þeim flokki. Af þessu tilefni FAS upp á morgunverð fyrir nemendur og starfsfólk FAS og Hera bauð öllum upp á köku frá Amnesty. Að auki færði hún skólanum viðurkenningarskjal og farandbikar. Það voru forsvarsmenn nemendafélagsins sem tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd FAS.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...