Viðbrögð í FAS við COVID-19

11.mar.2020

Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að óvenjulegt ástand er í þjóðfélaginu vegna COVID-19 veirunnar. Þess vegna hefur verið settur tengill á síðu FAS  á síðu landlæknis þar sem öllum upplýsingum sem máli skipta er komið á framfæri. Við hvetjum alla til að skoða þá síðu reglulega til að vera sem best upplýstir.

Upplýsingar og ákvarðanir sem lúta að FAS sérstaklega verða birtar hér á fréttasíðu FAS. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við ferð nemenda og kennara í fjallamennsku til Skotlands. Einnig að sjálfsafgreiðslu í veitingasölunni hefur verið hætt og er nú skammtað á diska. Þetta er gert til að draga úr hættu á smiti. Í skoðun er hvort sýningar verði á Bláa hnettinum í lok þessa mánaðar eins og fyrirhugað var. Varðandi þrif í húsinu þá eru snertifletir þrifnir sérstaklega á hverjum degi og borð og stólar oftar en áður.

Á þessum tímum er mikilvægt að allir fari að leiðbeiningum landlæknis varðandi handþvott, hegðun og þrif. Á þann hátt getum við dregið úr líkum á smiti.

Á morgun, fimmtudag 12. mars klukkan 9:50 verður fundur á Nýtorgi með nemendum og starfsfólki um viðbrögð FAS við COVID-19 og ætlumst við til að allir mæti þar.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...