Viðbrögð í FAS við COVID-19

11.mar.2020

Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að óvenjulegt ástand er í þjóðfélaginu vegna COVID-19 veirunnar. Þess vegna hefur verið settur tengill á síðu FAS  á síðu landlæknis þar sem öllum upplýsingum sem máli skipta er komið á framfæri. Við hvetjum alla til að skoða þá síðu reglulega til að vera sem best upplýstir.

Upplýsingar og ákvarðanir sem lúta að FAS sérstaklega verða birtar hér á fréttasíðu FAS. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við ferð nemenda og kennara í fjallamennsku til Skotlands. Einnig að sjálfsafgreiðslu í veitingasölunni hefur verið hætt og er nú skammtað á diska. Þetta er gert til að draga úr hættu á smiti. Í skoðun er hvort sýningar verði á Bláa hnettinum í lok þessa mánaðar eins og fyrirhugað var. Varðandi þrif í húsinu þá eru snertifletir þrifnir sérstaklega á hverjum degi og borð og stólar oftar en áður.

Á þessum tímum er mikilvægt að allir fari að leiðbeiningum landlæknis varðandi handþvott, hegðun og þrif. Á þann hátt getum við dregið úr líkum á smiti.

Á morgun, fimmtudag 12. mars klukkan 9:50 verður fundur á Nýtorgi með nemendum og starfsfólki um viðbrögð FAS við COVID-19 og ætlumst við til að allir mæti þar.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...