Listviðburður í Gömlubúð

03.mar.2020

Við höfum áður sagt frá leiklistarnámskeiði sem hófst eftir áramótin þar sem þátttakendur beita fyrst og fremst heyfilist en þar er list tjáð með líkamanum. Þetta námskeið er hluti af námi nemenda á lista- og menningarsviði FAS og er einnig styrkt af SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga).

Í síðustu viku stóðu þátttakendur í leiklistarnámskeiðinu fyrir viðburði í Gömlubúð þar sem gamlar sögur voru tjáðar með hreyfingu. Þeir sem mættu á sýninguna voru spurðir í upphafi hversu mikilvægar gamlar sagnir væru í þeirra hugum.

Um 30 manns mættu í Gömlubúð og tóku margir þeirra virkan þátt í viðburðinum. Sýningin var sett saman úr nokkrum senum þar sem hreyfilist, bæði hjá einstaklingum og eins í hópum, stuttir textar og tónlist voru í fyrirrúmi. Til aðstoðar nemendum voru þau Lind og Skrýmir en það var Tess Rivarola sem hafði veg og vanda að sýningunni. Myndirnar tók Tim Junge.

Þeir sem mættu á viðburðinn voru sammála um að einkar vel hefði tekist til. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og sýningin var konfekt fyrir augu og eyru. Vonandi eigum við eftir að sjá aðra viðburði í svipuðum anda.

[modula id=“9805″]

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...