Tíundi bekkur heimsækir FAS

28.feb.2020

Í gær komu nemendur úr tíunda bekk grunnskólans í heimsókn í FAS en senn líður að því að nemendur sem ljúka grunnskóla í vor fari að huga að því hvað tekur við.

Eyjólfur skólameistari, nokkrir kennarar og fulltrúar úr nemendaráði tóku á móti hópnum og gestirnir fengu kynningu á námsframboði skólans og hvernig innritun í skólann er háttað. Einnig var sagt frá hvaða stuðningur og námsráðgjöf er í boði og hvernig félagslífið er uppbyggt. Í lok heimsóknarinnar gengu svo nemendur úr nemendaráði með gestunum um skólann og sýndu aðstöðuna. Um kvöldið var svo sambærileg kynning fyrir foreldra. Næstu daga býðst nemendum og foreldrum að mæta í viðtal til Hildar áfangastjóra og Fríðar námsráðgjafa um nám að loknum grunnskóla. Nemendur munu fá póst fljótlega þar að lútandi.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta hjá okkur í haust.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...