Tíundi bekkur heimsækir FAS

28.feb.2020

Í gær komu nemendur úr tíunda bekk grunnskólans í heimsókn í FAS en senn líður að því að nemendur sem ljúka grunnskóla í vor fari að huga að því hvað tekur við.

Eyjólfur skólameistari, nokkrir kennarar og fulltrúar úr nemendaráði tóku á móti hópnum og gestirnir fengu kynningu á námsframboði skólans og hvernig innritun í skólann er háttað. Einnig var sagt frá hvaða stuðningur og námsráðgjöf er í boði og hvernig félagslífið er uppbyggt. Í lok heimsóknarinnar gengu svo nemendur úr nemendaráði með gestunum um skólann og sýndu aðstöðuna. Um kvöldið var svo sambærileg kynning fyrir foreldra. Næstu daga býðst nemendum og foreldrum að mæta í viðtal til Hildar áfangastjóra og Fríðar námsráðgjafa um nám að loknum grunnskóla. Nemendur munu fá póst fljótlega þar að lútandi.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta hjá okkur í haust.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...