Opnir dagar í FAS í næstu viku

27.feb.2020

Í næstu viku verða þrír fyrstu virku dagar vikunnar helgaðir opnum dögum. Þá verða skólabækurnar settar til hliðar og nemendur fást við sitthvað annað þar sem frumkvæði og sköpun verður í fyrirrúmi. Opnir dagar eru hluti af námsframboði skólans og allir verða að taka a.m.k. tvisvar þátt í þeim á sinni skólagöngu.

Fyrr í þessari viku var haldin kynning á því hvaða hópar verða í boði á opnum dögum og þar er margt spennandi í boði. Það eru þó takmarkanir á því hversu margir geta verið í hverjum hópi. Fjölmennastur er árshátíðarhópurinn en árshátíð FAS verður haldin fimmtudaginn 5. mars í Sindrabæ.

Þeim sem enn eiga eftir að skrá sig er bent á skráningarblöð inni á lesstofu. Það þarf þó að gerast í dag, fimmtudag 27. febrúar. Þeir sem ekki velja hópa verður skipað niður í hópa eftir því sem þurfa þykir.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...