Í dag fengu nemendur á öllum aldri að kynnast margs konar vísindum með lifandi og skemmtilegum hætti á Vísindatorgi í Nýheimum. Þetta er verkefni á vegum Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi í samvinnu við Háskóla Íslands og nefnist Menntalest Suðurlands. Allir framhaldsskólarnir á Suðurlandi verða heimsóttir með þessum hætti á næstu vikum.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...