Í dag fengu nemendur á öllum aldri að kynnast margs konar vísindum með lifandi og skemmtilegum hætti á Vísindatorgi í Nýheimum. Þetta er verkefni á vegum Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi í samvinnu við Háskóla Íslands og nefnist Menntalest Suðurlands. Allir framhaldsskólarnir á Suðurlandi verða heimsóttir með þessum hætti á næstu vikum.
Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja
Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...