Útskrift frá FAS

25.maí.2015

utskrift2015Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni voru útskrifaðir 13 stúdentar, þrír nemendur af fjallamennskubraut, fjórir vélaverðir og einn af B stigi vélstjórnar.
Nýstúdentar eru: Anna Lilja Gestsdóttir, Guðrún Kristín Stefánsdóttir, Heiðdís Anna Marteinsdóttir, Ingibjörg Lilja Pálmadóttir, Ljósbrá Dögg Ragnarsdóttir, Lydía Angelíka Guðmundsdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir, Tómas Ásgeirsson, Una Guðjónsdóttir, Þorlákur Helgi Pálmason og Þórhildur V. Sigursveinsdóttir.
Af fjallamennskubraut útskrifast: Gestur Hansson, Skúli Magnús Júlíusson og Þórdís Kristvinsdóttir. Vélaverðir eru: Guðjón Björnsson, Gunnar Freyr Valgeirsson, Hallmar Hallsson og Hallur Sigurðsson. Vélstjóri af B stigi er Loftur Vignir Bjarnason.
Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ragnar Magnús Þorsteinsson.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

utskrift2015

Aðrar fréttir

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...

Jólamatur í FAS

Jólamatur í FAS

Nú stendur yfir síðasta heila kennsluvika haustannarinnar. Í FAS hefur skapast sú hefð að bjóða nemendum og starfsfólki í sameiginlega jólamáltíð í lok annar. Það var því margt um manninn á Nýtorgi í dag þar sem var boðið upp á hangikét og meðlæti. Margir...

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Skyndihjálparnámskeið hjá fjallamennskunemendum

Síðasta áfanganum hjá öðru árinu í fjallamennskunámi FAS lauk núna í lok nóvember. Áfanginn sem var kenndur á Höfn kallast Fyrsta hjálp í óbyggðum og er 8 daga fagnámskeið í fyrstu hjálp sem býr nemendur undir það að geta metið og sinnt bráðum tilfellum í óbyggðum og...