Tíundi bekkur heimsækir FAS

11.maí.2015

Tíundi bekkur heimsækir FAS. Í gær komu góðir gestir í FAS en það voru nemendur í tíunda bekk grunnskólans. Nokkrir þeirra þekkja skólann orðið ágætlega en um langt skeið hafa nemendur getað tekið bóklegar valgreinar í lok grunnskólans.
Í byrjun var nemendum boðið í fyrirlestrasalinn þar sem Zophonías skólameistari kynnti námsframboð skólans og hverjar eru helstu áherslur í náminu samkvæmt námskrá. Margrét Gauja námsráðgjafi kynnti hvaða þjónusta er í boði hjá skólanum og forsetar nemendafélagsins ásamt Selmu félagslífsfulltrúa sögðu frá félagslífi í skólanum og helstu viðburðum á hverju ári.
Að loknum kynningum gengu nemendur um skólann og í lokin var boðið upp á veitingar á Nýtorgi en margir kalla kaffiteríuna því nafni.
Við þökkum nemendum í tíunda bekk kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta í haust.

Aðrar fréttir

Fjallanámið áfram í FAS

Fjallanámið áfram í FAS

Það er okkur sannarlega mikið gleðiefni að flytja nýjustu tíðindi af stöðu náms í fjallamennsku í FAS.  Næsta vetur mun námið verða í boði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Það ár mun verða notað til að finna náminu farveg til framtíðar. Við höfum verið í erfiðum...

Á leið til Noregs

Á leið til Noregs

Við höfum áður sagt frá nemendaskiptaverkefni sem fjallar um náttúrulegar auðlindir og nýtingu þeirra en það verkefni hófst síðastliðið haust. Þetta er tveggja ára verkefni undir merkjum Nordplus og þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland. Í verkefninu er gert...

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennska

Vetrarferðamennskuáfanginn í fjallamennskunáminu hófst með vinnustofu í Reykjavík þar sem nemendur fóru yfir leiðaval, hvernig á að ferðast án ummerkja og notkun á viðleigubúnaði í vetraraðstæðum. Daginn eftir var förinni heitir norður í fjögurra nátta tjaldferðalag...