Tíundi bekkur heimsækir FAS. Í gær komu góðir gestir í FAS en það voru nemendur í tíunda bekk grunnskólans. Nokkrir þeirra þekkja skólann orðið ágætlega en um langt skeið hafa nemendur getað tekið bóklegar valgreinar í lok grunnskólans.
Í byrjun var nemendum boðið í fyrirlestrasalinn þar sem Zophonías skólameistari kynnti námsframboð skólans og hverjar eru helstu áherslur í náminu samkvæmt námskrá. Margrét Gauja námsráðgjafi kynnti hvaða þjónusta er í boði hjá skólanum og forsetar nemendafélagsins ásamt Selmu félagslífsfulltrúa sögðu frá félagslífi í skólanum og helstu viðburðum á hverju ári.
Að loknum kynningum gengu nemendur um skólann og í lokin var boðið upp á veitingar á Nýtorgi en margir kalla kaffiteríuna því nafni.
Við þökkum nemendum í tíunda bekk kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá sem flesta í haust.
Hilmar Óli valinn í æfingahóp U18 drengja
Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa tilkynnt fyrstu æfingahópa sína fyrir komandi verkefni. Meðal þeirra sem fengu kallið í æfingahóp U18 drengja er Hilmar Óli Jóhannsson, nemandi á afreksíþróttasviði Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS). Hilmar Óli er...