Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan áfanga að Fjallabaki hefur verið draumur í nokkur ár en þarna eru kjöraðstæður þar sem hægt er að tvinna saman óbyggðum og flóknu en skemmtilegu umhverfi bæði til rötunar og fjallamennskukennslu.
Kennarar í áfanganum voru: Tómas Eldjárn Vilhjálmsson, Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, Daníel William Saulite og Ólafur Þór Kristinsson.