Síðasta ADVENT námskeiðið prufukeyrt

07.feb.2020

Síðasta námskeið menntaverkefnis Erasmus+,  ADVENT (Adventure Tourism in Vocational Education and Training) var prufukeyrt í síðustu viku janúar. Þetta síðasta námskeið fjallaði um hvernig segja má sögur með aðstoð snjalltækja og samfélagsmiðla.

Umsjónaraðili námskeiðsins var Sólveig Sveinbjörnsdóttir en auk hennar komu Stephan Mantler, Þorvarður Árnason og Guillaume M. Kollibay að framkvæmd þess. Fimm erlendir þátttakendur komu hingað til þátttöku og voru þeir eins og áður frá Skotlandi og Finnlandi.

Á námskeiðinu sem stóð í fjóra daga var m.a. farið í grunnatriði ljósmyndunar og möguleika snjallsímans til myndatöku. Í framhaldinu var farið út í okkar stórbrotnu náttúru og færnin reynd. Námskeiðinu lauk síðan með því að unnið var með leiðir til að nýta mismunandi samfélagsmiðla við að segja þá sögu sem hver og einn þátttakandi kaus.

Síðasti formlegi viðburður ADVENT verkefnisins er lokaráðstefna sem haldin verður í Nýheimum föstudaginn 5. júní n.k. Þar verður verkefnið gert upp með heimafólki og góðum gestum. Þá verður einnig rætt um tengingu ævintýraferðaþjónustu og byggðaþróunar og síðast en ekki síst verður fjallað um uppbyggingu náms í ævintýraferðaþjónustu í þátttökulöndunum, Finnlandi,  Skotlandi og Íslandi.

Aðstandendur ADVENT verkefnisins hvetja áhugasama til að taka frá tíma og mæta til samtalsins í Nýheimum þann 5. júní n.k. Viðburðurinn verður auglýstur þegar nær dregur.

[modula id=“9804″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...