Síðasta ADVENT námskeiðið prufukeyrt

07.feb.2020

Síðasta námskeið menntaverkefnis Erasmus+,  ADVENT (Adventure Tourism in Vocational Education and Training) var prufukeyrt í síðustu viku janúar. Þetta síðasta námskeið fjallaði um hvernig segja má sögur með aðstoð snjalltækja og samfélagsmiðla.

Umsjónaraðili námskeiðsins var Sólveig Sveinbjörnsdóttir en auk hennar komu Stephan Mantler, Þorvarður Árnason og Guillaume M. Kollibay að framkvæmd þess. Fimm erlendir þátttakendur komu hingað til þátttöku og voru þeir eins og áður frá Skotlandi og Finnlandi.

Á námskeiðinu sem stóð í fjóra daga var m.a. farið í grunnatriði ljósmyndunar og möguleika snjallsímans til myndatöku. Í framhaldinu var farið út í okkar stórbrotnu náttúru og færnin reynd. Námskeiðinu lauk síðan með því að unnið var með leiðir til að nýta mismunandi samfélagsmiðla við að segja þá sögu sem hver og einn þátttakandi kaus.

Síðasti formlegi viðburður ADVENT verkefnisins er lokaráðstefna sem haldin verður í Nýheimum föstudaginn 5. júní n.k. Þar verður verkefnið gert upp með heimafólki og góðum gestum. Þá verður einnig rætt um tengingu ævintýraferðaþjónustu og byggðaþróunar og síðast en ekki síst verður fjallað um uppbyggingu náms í ævintýraferðaþjónustu í þátttökulöndunum, Finnlandi,  Skotlandi og Íslandi.

Aðstandendur ADVENT verkefnisins hvetja áhugasama til að taka frá tíma og mæta til samtalsins í Nýheimum þann 5. júní n.k. Viðburðurinn verður auglýstur þegar nær dregur.

[modula id=“9804″]

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...