Samningar í afreksíþróttum

12.feb.2020

Undirritun saminga um afreksíþróttir.
Undirritun saminga um afreksíþróttir.

Undirritun saminga um afreksíþróttir.

Í haust bættist í námsframboð FAS þegar áfanginn Afreksíþróttir bættist við. Margir nemenda okkar stunda reglulega íþróttir og eru jafnvel að æfa með liðum innan Sindra. Oft fer saman íþróttaiðkunin og áhugamál viðkomandi og með tilkomu áfangans geta nemendur fengið einingar sem nýtast í náminu í FAS.
Núna eru 11 nemendur skráðir í áfangann og í síðustu viku undirrituðu níu þeirra samning við FAS. Í samningnum er kveðið á um að hver nemandi skuldbindi sig til að; framfylgja skólareglum, sinna námi sínu af kostgæfni, mæta á æfingar og vera fyrirmynd annarra hvað varðar heilsusamlegt líferni. Síðast en ekki síst þurfa þeir að skrá reglulega upplýsingar um æfingar, innihald þeirra og tímasetningar.
Þjálfari Sindra fylgist með þjálfun hvers nemanda og staðfestir að skráningar séu réttar. Íþróttakennari í FAS heldur utan um námið og ber ábyrgð á samstarfinu.
Þessi samingur er mikilvægur áfangi fyrir bæði nemendur og skólann. Hann ætti að hjálpa nemendum að skipuleggja sig bæði hvað varðar nám í skólanum og eins viðkomandi íþróttagrein. Eins og flestir vita er regluleg ástundun og gott skipulag lykillinn að ná árangri.

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...