Fréttir frá Ítalíu

06.feb.2020

Þessa vikuna eru fjórir nemendur úr FAS ásamt tveimur kennurum á Ítalíu og taka þar þátt í samskiptaverkefninu Cultural heritage in the context of students’ careers. Hópurinn fór til Keflavíkur á laugardag og flaug utan á sunnudag og gekk ferðalagið vel fyrir sig. Hóparnir frá öllum þátttökulöndunum hittust á mánudagsmorgun og fóru í langa gönguferð um Róm. Þeir skoðuðu meðal annars; Colosseum, Trevi brunninn, Spænsku tröppurnar og gengu niður með Tiber. Því næst var haldið til Lioni og þar hefur verið nóg um að vera. Á þriðjudaginn var skoðunarferð upp í fjöll þar sem nemendur skoðuðu kastalarústir og fóru yfir þó nokkuð áhugaverða hengibrú. Í gær var svo ferðinni heitið í heimsókn á búgarð þar sem Mozarella ostur er framleiddur úr buffalamjólk og einnig voru skoðaðar fornminjar við Paestum. Í dag taka nemendur þátt i pizzakeppni í skólanum og það verður áhugavert að sjá hvað verður boðið upp á þar. Hópurinn kemur til Íslands á laugardag og austur á Höfn á sunnudag.

[modula id=“9803″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...