Fréttir frá Ítalíu

06.feb.2020

Þessa vikuna eru fjórir nemendur úr FAS ásamt tveimur kennurum á Ítalíu og taka þar þátt í samskiptaverkefninu Cultural heritage in the context of students’ careers. Hópurinn fór til Keflavíkur á laugardag og flaug utan á sunnudag og gekk ferðalagið vel fyrir sig. Hóparnir frá öllum þátttökulöndunum hittust á mánudagsmorgun og fóru í langa gönguferð um Róm. Þeir skoðuðu meðal annars; Colosseum, Trevi brunninn, Spænsku tröppurnar og gengu niður með Tiber. Því næst var haldið til Lioni og þar hefur verið nóg um að vera. Á þriðjudaginn var skoðunarferð upp í fjöll þar sem nemendur skoðuðu kastalarústir og fóru yfir þó nokkuð áhugaverða hengibrú. Í gær var svo ferðinni heitið í heimsókn á búgarð þar sem Mozarella ostur er framleiddur úr buffalamjólk og einnig voru skoðaðar fornminjar við Paestum. Í dag taka nemendur þátt i pizzakeppni í skólanum og það verður áhugavert að sjá hvað verður boðið upp á þar. Hópurinn kemur til Íslands á laugardag og austur á Höfn á sunnudag.

[modula id=“9803″]

Aðrar fréttir

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

FAS á Austfirsku Ólympíuleikunum

Fyrir margt löngu var margs konar samstarf á milli framhaldsskólanna á Austulandi. Þar á meðal voru Austfirsku Ólympíuleikarnir þar sem nemendur skólanna hittust og áttu góðar stundir saman í alls konar leikjum. Þessi viðburður lagðist af fyrir mörgum árum en það...