Vinnustofa í leiklist fyrir grunnskólanemendur

05.feb.2020

Við höfum áður á önninni sagt frá leiklistarnámskeiðinu Leikið með líkamanum sem nemendur á lista- og menningarsviði taka þátt í. Það var stór dagur hjá hópnum í gær en þá var boðið upp á vinnustofu fyrir grunnskólanemendur. Markmiðið með vinnustofunni var margþætt; í fyrsta lagi að þátttakendur læri að tjá list á nýjan máta, í öðru lagi að brúa bilið á milli mismunandi aldurshópa og í þriðja lagi að nemendur FAS miðli af reynslu sinni.
Það voru níu nemendur sem komu frá grunnskólanum. Í byrjun voru nokkrir leikir sem voru til þess ætlaðir að þátttakendur kynntust og til að skapa traust innan hópsins. Að því loknu sagði einn nemandi sögu um nykur. Allir viðstaddir þurftu að hafa augun lokuð á meðan sagan var sögð og það varð að vera algjört hljóð. En á sama tíma tjáðu nemendur söguna með líkamanum.
Í lok vinnustofunnar þurftu þátttakendur að lýsa upplifun sinni í nokkrum orðum á blað. Allir sem tóku þátt voru sammála um að þetta hefði verið mjög góð reynsla og þeir hafi í raun horfið inn í heim ævintýranna og skemmt sér konunglega þar. Nemendur FAS sem stóðu fyrir vinnustofunni voru líka mjög sáttir og sögðu að þetta hefði verið skemmtilegasti tíminn hingað til.

[modula id=“9801″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...