Vinnustofa í leiklist fyrir grunnskólanemendur

05.feb.2020

Við höfum áður á önninni sagt frá leiklistarnámskeiðinu Leikið með líkamanum sem nemendur á lista- og menningarsviði taka þátt í. Það var stór dagur hjá hópnum í gær en þá var boðið upp á vinnustofu fyrir grunnskólanemendur. Markmiðið með vinnustofunni var margþætt; í fyrsta lagi að þátttakendur læri að tjá list á nýjan máta, í öðru lagi að brúa bilið á milli mismunandi aldurshópa og í þriðja lagi að nemendur FAS miðli af reynslu sinni.
Það voru níu nemendur sem komu frá grunnskólanum. Í byrjun voru nokkrir leikir sem voru til þess ætlaðir að þátttakendur kynntust og til að skapa traust innan hópsins. Að því loknu sagði einn nemandi sögu um nykur. Allir viðstaddir þurftu að hafa augun lokuð á meðan sagan var sögð og það varð að vera algjört hljóð. En á sama tíma tjáðu nemendur söguna með líkamanum.
Í lok vinnustofunnar þurftu þátttakendur að lýsa upplifun sinni í nokkrum orðum á blað. Allir sem tóku þátt voru sammála um að þetta hefði verið mjög góð reynsla og þeir hafi í raun horfið inn í heim ævintýranna og skemmt sér konunglega þar. Nemendur FAS sem stóðu fyrir vinnustofunni voru líka mjög sáttir og sögðu að þetta hefði verið skemmtilegasti tíminn hingað til.

[modula id=“9801″]

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...