Í dag var komið að fyrsta sameiginlega kaffinu í Nýheimum. Það voru nemendur sem buðu upp á veitingar í dag. Líkt og áður voru miklar kræsingar á borð bornar og voru þeim gerð góð skil.
Það má segja að nú sé komin hefð fyrir sameiginlegum stundum sem þessari og er alla jafnan vel mætt. Íbúum hússins finnst ljómandi gott að líta upp frá dagsins önn, setjast saman og spjalla yfir kaffi og kökum. Næsti hittingur er fyrirhugaður í mars.
Vetrarferðamennska að Fjallabaki
Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...