Skólafundur í FAS

31.jan.2020

Skólafundur í FAS.
Skólafundur í FAS.

Skólafundur í FAS.

Í FAS er lögð áhersla á að nemendur sýni sem mesta virkni. Það á við í öllu sem viðkemur skólanum, hvort sem það tengist námi eða öðru. Á hverri önn er haldinn skólafundur en þá hittast nemendur og starfsfólk til að ræða mikilvæg málefni hverju sinni. Og í dag var komið að skólafundi annarinnar.

Þrjú mál voru til umræðu; lýðræði, námsumhverfi og uppbrot.  Fyrir fundinn var búið að skipta öllum í hópa. Hópstjóri stýrði umræðum og ritari tók niður punkta. Að loknum umræðum gerði einn úr hverjum hópi grein fyrir helstu niðurstöðum. Undir lýðræði ræddu þátttakendur hvernig þeir geti stuðlað að lýðræði og hvernig það birtist í skólanum. Í umræðum um námsumhverfi kom fram að það er margt sem nemendur eru sáttir við en vilja helst bæta aðstöðu á lesstofu og í setustofu. Þegar fyrirkomulag uppbrota var rætt nefndu margir að virk þátttaka hefði meiri áhrif heldur en að hlusta á fyrirlestur. En það fer þó auðvitað eftir umræðuefninu á uppbroti hverju sinni.

Umræður voru góðar og það var bent á margt sem betur mætti fara. En það er líka margt sem allir eru sáttir við. Það vakti athygli hversu sammála hóparnir voru í mörgum málum. Að kynningum loknum bauð skólinn öllum viðstöddum í málsverð sem Hafdís í veitingasölunni reiddi fram af sinni alkunnu snilld.

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...