Leikið með líkamanum

29.jan.2020

Fyrr á önninni sögðum við frá námskeiði hjá nemendum á lista- og menningarsviði FAS þar sem leiklist er tjáð með líkamanum, einnig kallað hreyfilist. Það er Teresa M. Rivarola eða Tess eins og hún kallar sig sem hefur veg og vanda að námskeiðinu og er námskeiðið styrkt af SASS.

Þriðjudaginn 4. febrúar ætlar hópurinn að vera með opinn tíma milli 14 og 16. Þá er nemendum í 6. og 7. bekk sérstaklega boðið að koma í Sindrabæ og spreyta sig á því að segja sögur með líkamanum. Nemendur FAS ætla að vera í hlutverki leiðbeinenda en Tess ætlar að vera hópnum til halds og trausts. Tess vill þó að foreldrar gefi samþykki fyrir þátttöku sinna barna.

Nemendur á lista- og menningarsviði ætla að vera með sýningu sem verður opin almenningi þriðjudaginn 25. febrúar. Staðsetning hefur þó ekki verið endanlega valin en að sjálfsögðu munum við segja frá því þegar hún liggur fyrir.

[modula id=“9802″]

Aðrar fréttir

Útskrift frá FAS

Útskrift frá FAS

Í dag fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifast 10 stúdentar og 16 nemendur úr gunnnámi fjallamennsku. Nýstúdentar eru; Almar Páll Lárusson, Amylee Vitoria Da Silva Trindade, Anna Lára Grétarsdóttir, Atli Steinar Siggeirsson, Filip Orzedowski, Guðjón Arnar...

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Lokaferð grunnnema í Fjallamennskunámi FAS

Síðasti áfangi í grunnnámi Fjalla-FAS, Lokaferð, kláraðist í vikunni. Í þeim áfanga skipuleggja nemendur í sameiningu sína eigin ferð og leiða hana og kennarar eru þeim innan handar. Nemendur fá tækifæri til að sýna fram á þá færni sem þau hafa öðlast í náminu í...

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Vetrarleiðangur á Vatnajökli

Níu annars árs nemendur fóru með þeim Dan Saulite og Ívari F. Finnboga í átta daga vetrarleiðangur á Vatnajökul 15. til 22. maí. Hópurinn fór upp Skáfallsjökul og náði í Grímsvötn á fjórða degi í frábæru veðri. Daginn eftir var brostið á með stormi sem stóð í tvo daga...