Leikið með líkamanum

29.jan.2020

Fyrr á önninni sögðum við frá námskeiði hjá nemendum á lista- og menningarsviði FAS þar sem leiklist er tjáð með líkamanum, einnig kallað hreyfilist. Það er Teresa M. Rivarola eða Tess eins og hún kallar sig sem hefur veg og vanda að námskeiðinu og er námskeiðið styrkt af SASS.

Þriðjudaginn 4. febrúar ætlar hópurinn að vera með opinn tíma milli 14 og 16. Þá er nemendum í 6. og 7. bekk sérstaklega boðið að koma í Sindrabæ og spreyta sig á því að segja sögur með líkamanum. Nemendur FAS ætla að vera í hlutverki leiðbeinenda en Tess ætlar að vera hópnum til halds og trausts. Tess vill þó að foreldrar gefi samþykki fyrir þátttöku sinna barna.

Nemendur á lista- og menningarsviði ætla að vera með sýningu sem verður opin almenningi þriðjudaginn 25. febrúar. Staðsetning hefur þó ekki verið endanlega valin en að sjálfsögðu munum við segja frá því þegar hún liggur fyrir.

[modula id=“9802″]

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...