Fyrr á önninni sögðum við frá námskeiði hjá nemendum á lista- og menningarsviði FAS þar sem leiklist er tjáð með líkamanum, einnig kallað hreyfilist. Það er Teresa M. Rivarola eða Tess eins og hún kallar sig sem hefur veg og vanda að námskeiðinu og er námskeiðið styrkt af SASS.
Þriðjudaginn 4. febrúar ætlar hópurinn að vera með opinn tíma milli 14 og 16. Þá er nemendum í 6. og 7. bekk sérstaklega boðið að koma í Sindrabæ og spreyta sig á því að segja sögur með líkamanum. Nemendur FAS ætla að vera í hlutverki leiðbeinenda en Tess ætlar að vera hópnum til halds og trausts. Tess vill þó að foreldrar gefi samþykki fyrir þátttöku sinna barna.
Nemendur á lista- og menningarsviði ætla að vera með sýningu sem verður opin almenningi þriðjudaginn 25. febrúar. Staðsetning hefur þó ekki verið endanlega valin en að sjálfsögðu munum við segja frá því þegar hún liggur fyrir.
[modula id=“9802″]