Mikið um að vera í FAS

28.jan.2020

Advent námskeið í FAS.

Það er mikið um að vera í FAS þessa dagana. Auk hefðbundinnar kennslu er margt annað sem er verið að fást við.

Fyrst ber að nefna að í þessari viku fer fram síðasta námskeiðið í samstarfsverkefninu  ADVENT –  Adventure tourism in vocational education and training. Námskeiðið hófst í gær þegar erlendir gestir keyrðu til Hafnar með góðum stoppum inn á milli. Auk heimafólks sem sér um að leiða námskeiðið eru hér þrír þátttakendur frá Finnlandi og tveir frá Skotlandi. Námskeiðinu lýkur á fimmtudaginn.

Þá er nokkrir nemendur að undirbúa ferð til Lioni á Ítalíu og er það hluti af verkefni í Erasmus+ verkefninu Cultural heritage in the context of students’ careers. Hópurinn heldur til Keflavíkur á laugardag og flýgur utan snemma á sunnudagsmorgun. Vikunni verður eytt í nám og störf á Ítalíu.

Í upphafi annar sögðum við frá því að það hefði verði ákveðið að setja upp sýninguna Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Þar er nú búið að skipa í hlutverk og æfingar hafnar á fullu.

Við munum segja nánar frá öllum þessum verkefnum á næstunni.

 

Aðrar fréttir

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

ForestWell kynnt á Nýheimadegi

Nýheimadagurinn var haldinn 30. janúar þar sem stofnanir Nýheima kynntu starfsemi sína. FAS tók þátt í þessum degi og kynnti Hulda Laxdal Hauksdóttir skólann og þá sérstaklega eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru unnin. Verkefnið sem var kynnt er Erasmus+...

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Starfsbrautarnemendur kynna sér störf rafvirkja

Fyrr í þessari viku fóru nemendur á starfsbraut í FAS í heimsókn út í Ósland þar sem rafmagnsdeild Skinneyjar-Þinganess er til húsa. Þessi heimsókn er í áfanga sem heitir Starfakynning þar sem markmiðið er að nemendur kynnist hvað felst í störfum og hvaða nám er á...

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

HeimaHöfn – heimsókn í Skinney-Þinganes

Við höfum sagt frá því áður að á þessu skólaári tekur FAS þátt í samstarfsverkefninu HeimaHöfn með Þekkingarsetri Nýheima og Sveitarfélaginu Hornafirði. Þar er verið að vinna með ungu fólki, fulltrúum úr atvinnulífinu, skólum og öðrum hagsmunaaðilum á svæðinu. Meðal...