Mikið um að vera í FAS

28.jan.2020

Advent námskeið í FAS.

Það er mikið um að vera í FAS þessa dagana. Auk hefðbundinnar kennslu er margt annað sem er verið að fást við.

Fyrst ber að nefna að í þessari viku fer fram síðasta námskeiðið í samstarfsverkefninu  ADVENT –  Adventure tourism in vocational education and training. Námskeiðið hófst í gær þegar erlendir gestir keyrðu til Hafnar með góðum stoppum inn á milli. Auk heimafólks sem sér um að leiða námskeiðið eru hér þrír þátttakendur frá Finnlandi og tveir frá Skotlandi. Námskeiðinu lýkur á fimmtudaginn.

Þá er nokkrir nemendur að undirbúa ferð til Lioni á Ítalíu og er það hluti af verkefni í Erasmus+ verkefninu Cultural heritage in the context of students’ careers. Hópurinn heldur til Keflavíkur á laugardag og flýgur utan snemma á sunnudagsmorgun. Vikunni verður eytt í nám og störf á Ítalíu.

Í upphafi annar sögðum við frá því að það hefði verði ákveðið að setja upp sýninguna Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Þar er nú búið að skipa í hlutverk og æfingar hafnar á fullu.

Við munum segja nánar frá öllum þessum verkefnum á næstunni.

 

Aðrar fréttir

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Vetrarferðamennska að Fjallabaki

Frábærum fimm daga vetrarferðamennskuáfanga með Fjallamennskunámi FAS lauk nýverið þar sem við lögðum leið okkar á Fjallabak með viðkomu í Landmannalaugum. Ferðin var farin á ferðaskíðum en þrátt fyrir snjóleysi fengum við fínasta veður til kennslu. Að kenna þennan...

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

Til Svíþjóðar í boði Erasmus

FAS hefur í nokkur ár verið með svokallaða Erasmus+ aðild sem er hugsuð sem einfaldari leið að styrkjamöguleikum á sviði náms og þjálfunar. Fjallamennskunám FAS hefur verið duglegt að nýta þennan möguleika til að nemendur fái tækifæri til að heimsækja önnur lönd og...

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Staðan í fjallamennskunámi FAS

Nú er ljóst að námi í fjallamennsku í FAS í núverandi mynd er lokið og ekki verða innritaðir nemendur í námið á næstu haustönn. Sagan í tengslum við námið er orðin nokkuð löng og það hefur verið endurskrifað nokkrum sinnum með það fyrir augum að bæta námið og aðlaga...